Hanna Þóra

 Ein helstu áhugamál mín eru matargerð og bakstur og má líklega rekja það til þess að ég var alin upp á miklu matarheimili.  Móðir mín hefur boðið upp á dýrindis mat í gegnum tíðina og jafnframt verið opin fyrir nýjungum.  Í hennar matargerð gætir mjög sænskra áhrifa eftir langa dvöl í Svíþjóð.  Afkomendur hennar hafa því alist upp með þessum uppskriftum og hefur oft komið til tals að safna þeim öllum á einn stað. 

Auk þess hef ég komið mér upp nokkuð góðu safni af öðrum uppskriftum héðan og þaðan enda mikið eldað á heimilinu.  Oft hefur farið mikill tími í að leita að einhverri uppskrift og stundum án árangurs. Þessi heimasíða er því leið til að koma skipulagi á uppskriftir heimilisins og njóta um leið góðu réttanna hennar mömmu.  

Ef aðrir geta nýtt sér þennan gagnabanka þá gleður það mig.

Ég geri ýmislegt annað mér til skemmtunar og safna því saman hér –  mest fyrir sjálfa mig og mína.

Áhugamál

 

 

IMG_4712