Hvítlauksbrauð – fljótlegt og gott

Hvítlaluks- og ólífubrauð

  • Servings: 2 – 3 brauð
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Forvinnsla

Hvítlauksolíuna er hægt að gera áður. Hún geymist ágætlega. Stundum er til afgangur af Klettasalatspestói sem ég nota sem fyllingu.

Hráefni

Brauð

  • 1 bréf þurrger (ca. 12 gr)
  • ½ l mjólk
  • 1 msk hunang
  • 1 tsk salt
  • 11 – 13 dl hveiti

 

Fyllingar – hugmyndir

Hvítlauksolía

    • 2-4 hvítlauksrif – háð því hversu hrifinn maður er af hvítlauk
    • Olía
    • Steinselja
    • Gott er að bæta engiferkúlu við ef hún er til
    • Einnig er gott að hakka ferskt chili saman við

Ólífuolía

    • 2-4 hvítlauksrif – háð smekk
    • Saxaðar ólífur
    • Olía

Fleiri möguleikar

  • Niðurskornar ólífur
  • Rifinn ostur
  • Sólþurrkaðir tómatar
  • Fetaostur
  • Gróft salt
  • Nýmalaður pipar

Verklýsing

Brauð

  1. Þurrger og salt sett í skál
  2. Mjólk og hunang hitað (ekki heitara en 37°C) og hellt í skálina. Blandað saman þannig að gerið leysist upp. Hveitinu er svo bætt við smá saman og hnoðað (betra er að deigið sé blautara en of þurrt)
  3. Setjið rakan klút yfir skálina og látið deigið hefast í 1 klukkustund á stað þar sem ekki er trekkur (Gerbakstur – góð ráð)
  4. Deiginu er skipt í tvennt eða þrennt þ.e. 2 – 3 stk. brauð. Mótið brauðin og setjið þau á bökunarpappír í ofnskúffu eða á baquette brauðform (ef það er til).  Ef baquette brauðform er notað er nauðsynlegt að hafa ofnskúffu undir í ofninum þar sem olía getur lekið af brauðinu
  5. Gerið rauf (gott að nota fingurna) í miðjuna eftir endilöngu brauðinu
  6. Fyllingin er sett í raufina og gott er að strá grófu salti og rifnum osti yfir
  7. Bakað við 225°C (yfir- og undirhiti) í 10 – 18 mínútur (fer eftir stærð þeirra) eða þar til brauðin eru orðin fallega brún

 

Fyllingar – hugmyndir

Hvítaluksolía

  1. Hvítlaukur og steinselja saxað smátt eða sett í matvinnsluvél
  2. Engiferkúlu/ saxaður chili (ekki nauðsynleg) og olíu bætt við

 

Ólífuolía

  1. Hvítlaukur og ólífur saxað smátt og olíu bætt við

 

Geymsla

Brauðið er best nýbakað en líka gott daginn eftir.  Brauðið má einnig frysta niðurskorið.

 

 

Á myndinni er eitt brauðið með olíu, osti og salti. Annað með hvítaluksolíu, ólífum, salti og osti. Það þriðja er með hvítlauksolíu, osti og salti.

IMG_8453

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*