Brauðtertur með túnfiski eða reyktum laxi

Brauðterta með túnfisks- eða laxasalati

  • Servings: /Magn: 4 brauðtertur
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Brauðterturnar hennar mömmu eru sígildar. Hún var mikið með þær í veislum hér á árum áður og þegar ég var yngri fannst mér þær miklu betri en majónesbrauðterturnar sem voru algengar þá. Mér þykja þær ennþá jafngóðar og eru þær reglulega á óskalistum barnanna minna þegar verið er að skipuleggja veisluhöld. Mamma hefur alltaf skorið terturnar í þunnar sneiðar áður til að auðveldara sé að ná í sneið. Ýmsar fljótlegri útfærslur hafa verið gerðar sem eru jafnframt mjög góðar. Til dæmis er salati smurt á rúllutertubrauð sem er síðan skorið í þunnar sneiðar eða útbúnar litlar samlokur.

Hráefni

Túnfisksalat í 2 brauðtertur

  • 3 dósir túnfiskur í olíu
  • 1 dl majónes
  • 1½ dl sýrður rjómi
  • 1½ laukur – saxaður smátt

Laxasalat – í 2 brauðtertur

  • 450 g reykur lax – saxaður smátt
  • 6 soðin egg (egg sett í kalt vatn og suðan látin koma upp – soðið í u.þ.b. 10 mínútur á meðalhita) – eggin skorin í smáa bita
  • 1 dl majónes
  • 1½ dl sýrður rjómi

Skreyting – hugmyndir

  • Persilja – söxuð smátt
  • Sýrður rjómi
  • Ólífur – skornar í þunnar sneiðar
  • Þunnar laxasneiðar (gott að kaupa laxinn sneiddan)
  • Graslaukur – saxaður smátt

Brauð

  • 3 samlokubrauð, skorin langsum – nægir í 4 brauðtertur. Einnig er hægt að kaupa rúllutertubrauð eða útbúa litlar samlokur sem eru skornar horn í horn þannig að úr verði 4 litlar samlokur

Verklýsing

Túnfisksalat

  1. Öllu blandað saman – gott að láta salatið taka sig yfir nótt

Laxasalat

  1. Laxinn saxaður smátt
  2. Öllu hráefni blandað saman í skál

Samsetning

  1. Skorpan skorin af öllum hliðum brauðsins (upplagt að nota hana í brauðrasp)
  2. Útbúnar eru 4 brauðtertur. Túnfisksalatið sett í tvær tertur og laxasalatið í hinar. Brauðterturnar skornar í þunnar sneiðar – best að nota skurðarvél til að sneiðarnar verði allar jafnþykkar og skurðurinn fallegur – plasti breitt  yfir og sett í kæli yfir nótt
  3. Þunnu lagi af sýrðum rjóma smurt á brauðterturnar og persilju stráð á hliðarnar og ofan á. Auk þess er skreytt með ólífum, þunnum vorlaukssneiðum eða bara einhverju sem gefur fallegan lit og á vel við

 

IMG_2487

IMG_2488

IMG_2492 2

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*