Pastaréttur í miklu uppáhaldi

Pastaréttur í miklu uppáhaldi

  • Servings: ca. 6 manns
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi réttur er kannski ekki sá allra hollasti en komst næst því að vera eins og pastarétturinn sem hægt er að kaupa hjá Jóa Fel og er í uppáhaldi hjá börnunum á heimilinu.

Hráefni

  • Smjör (til steikingar)
  • ½ rauð paprika
  • ½ græn paprika
  • 100 – 150 g sveppir
  • 1 bréf skinka í strimlum
  • 1 dós Campbell sveppasúpa
  • 2-3 dl matreiðslurjómi / rjómi
  • 50 – 75 g rjómaostur
  • ½ – 1 msk kjúklingakraftur eða grænmetiskraftur
  • ½ – 1 tsk hvítlaukssalt
  • Pipar
  • Hægt að bæta við öðru grænmeti, pepperóni eða baconi eftir smekk
  • 500 g pasta

Verklýsing

  1. Paprikan skorin í litla bita og sveppir í sneiðar
  2. Smjör brætt á pönnu. Paprika og sveppir steikt í smjörinu á meðalhita í nokkrar mínútur
  3. Skinkan sett út í og steikt aðeins
  4. Sett í skál. Gott að setja vökvann, sem getur komið af grænmetinu og skinkunni,  á pönnuna
  5. Campbell súpan sett á pönnuna
  6. Rjómaosti, rjóma, grænmetiskrafti og hvítalukssalti bætt við
  7. Grænmetinu og skinkunni bætt við þegar sósan er orðin jöfn
  8. Pipar settur í og rétturinn smakkaður til
  9. Látið krauma á lægsta hita á meðan pastað er soðið. Þegar pastað er tilbúið er því blandað saman við. Gott að hella smá skvettu af pastasoðinu í sósuna

Meðlæti

Sem dæmi: Hvítlauks- og ólívubrauð.

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*