Girnilegar súkkulaðibombur

Girnilegar súkkulaðibombur

  • Servings: u.þ.b. 12 litlar kökur
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessar kökur bakar Heba stundum sér til skemmtunar og öðrum til ánægju.  Þær hafa tekist vel hjá henni en hún hefur lent í vandræðum með að halda kökunum heilum þegar hún hvolfir þeim á disk.  Það er erfitt að hvolfa einni og einni köku, þegar margar eru í sama forminu, þannig að henni finnst best að baka 1 – 2 í einu í mjúkum silikonformum.  Eins og svo oft áður á hér vel við að æfingin skapar meistarann.  Yfirleitt gerir Heba eina prufuköku til að finna nákvæman bökunartíma.  Hún vill að kakan sé þannig að úr henni renni þegar skorið er í hana.

Forvinna

Stundum notar Heba ekki allt deigið og bakar hún þá seinna úr afganginum.  Hægt er að geyma deigið í kæli í einhvern tíma og baka svo rétt áður en kökurnar eru bornar fram.

Hráefni

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 200 g smjör
  • 2 dl sykur
  • 4 egg
  • 1 dl hveiti
  • 1 dl kakó

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður 225°C (yfir- og undirhiti)
  2. Súkkulaðið saxað. Smjörið brætt í potti á lágum hita og súkkulaðið sett út í – blandað saman þar til súkkulaðið hefur bráðnað
  3. Egg og sykur þeytt vel saman þar til það verður létt og ljóst. Blandað saman við súkkulaðismjörið
  4. Hveiti og kakó blandað saman og sigtað út í. Hrært varlega þar til jafnan er slétt og laus við kekki
  5. Deiginu hellt í lítil bökunarfrom
  6. Bakað í ofni í 7 – 8 mínútur. Best að baka eina köku fyrst og sjá hvernig hún verður – ofnar geta verið misheitir
  7. Skera varlega með hníf meðfram forminu til að losa kökuna og hvolfa henni varlega á disk. Flórsykri stráð yfir

Meðlæti

  • Frosnir ávextir hitaðir í potti með öritlu hunangi
  • Ís
  • Bláberjaís
  • Þeyttur rjómi

IMG_2884

IMG_2544

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*