Kjúklingaburritos

Kjúklingaburritos

  • Servings: fyrir 4-5
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift hef ég átt lengi og ég man ekki hvaðan hún kemur. Það er mjög langt síðan ég útbjó þennan rétt síðast en ég ákvað að prófa hann um daginn. Hann er tiltölulega einfaldur og barnvænn. Ágætis tilbreyting þó að mér finnist meira gaman að búa til mat alveg frá grunni. Ég var beðin um að gera þennan rétt fljótt aftur!

 

Hráefni

  • 3 – 4 kjúklingabringur
  • Garlic pepper
  • Olía til steikinga
  • 1 gulur laukur – saxaður
  • 1 – 2 hvítlauksrif – söxuð
  • 1 chilipipar – fræhreinsaður og saxaður
  • ½ paprika
  • 5 – 6 sveppir
  • Brokkolí – eftir smekk (frosið eða ferskt)
  • Ferskt kóríander – má sleppa

Sósa

  • U.þ.b 100 g rjómaostur – philadelphia
  • 1 krukka Taco sósa

Samsetning

  • 1 dós sýrður rjómi
  • Mexikanskar pönnukökur (tortillur)
  • Mozarellaostur – rifinn

 

Verklýsing

  1. Kjúklingabringur skornar í bita kryddaðar með Garlic pepper – steiktar á pönnu. Lagt til hliðar
  2. Laukur, hvítlaukur, chilipipar, brokkolí, paprika, kóríander og sveppir steikt saman á pönnu
  3. Sósa: Rjómaostur og Tacosósa hitað í potti – hrært saman
  4. Kjúklingabitum bætt við steikta grænmetið og sósunni hellt yfir – blandað saman
  5. Ofninn hitaður í 180°C
  6. Hæfilegt magn sett í hverja og eina mexikanska pönnuköku og þær rúllaðar upp – raðað í eldfast mót
  7. Sýrðum rjóma smurt yfir pönnukökurnar og mozarellaosti dreift yfir
  8. Sett inn í ofn í 15 – 20 mínútur

 

Meðlæti

Hrísgrjón, salat, heimagert guacamole, heimagert salsa og/eða Nachos.

img_8062

img_8064

img_8059

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*