Kavíarpæ

Kavíarpæ

  • Servings: 6-8 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og er alveg ómissandi um áramótin,  á veisluborðið eða sem miðnætursnarl í partýum.

Forvinna

Hluti af réttinum er gerður daginn áður.

Hráefni

  • 6 egg
  • 3 msk majones
  • 1 laukur – saxaður smátt
  • 1 sýrður rjómi
  • 200 g rjómaostur – gott að hafa hann við stofuhita
  • 1½ – 2 krukkur kaviarhrogn
  • Ritz kex

Verklýsing

  1. Eggin eru sett í kalt vatn og suðan látin koma upp. Sjóðið í u.þ.b. 9 mínútur – kælið
  2. Eggin eru skorin niður í litla bita með eggjaskera og sett í skál ásamt majonesinu. Þessu er hrært saman
  3. Eggjablandan er smurð á disk
  4. Lauknum er stráð yfir
  5. Sýrða rjómanum og rjómaostinum er hrært saman og því smurt yfir laukinn. Gott að nota hníf til að smyrja
  6. Plastfilma sett yfir – ekki setja hana yfir allan diskinn heldur aðeins yfir pæið. Það getur myndast vökvi ef filman er sett yfir allan diskinn
  7. Látið standa í kæli yfir nótt
  8. Smyrjið kavíar yfir rjómaostblönduna – raðið Ritz kexi í kringum kavíarpæið

Geymsla

Pæið geymist í kæli, jafnvel í nokkra daga.

Verklýsing 6

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*