Súrdeigsbollur – gulrætur og spelt

Súrdeigsbollur - gulrætur og spelt

  • Servings: /Magn: 6 – 12 bollur
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Uppskriftin er heimatilbúin og hefur verið í þróun. Dætrum mínum þykir mjög gott að eiga þessar bollur í frystinum. Ég hef alltaf búið til bollur fyrir nestið en eflaust er líka gott að baka eitt stórt brauð í staðinn.

Forvinna

Upplagt að taka súrdeigsgrunninn úr ísskápnum daginn áður þannig að hann sé tilbúinn um morguninn.

 

Hráefni

  • 120 g súrdeigsgrunnur
  • 1 msk hunang
  • 400 ml volgt vatn (ekki heitara en 37°C)
  • 2 tsk salt
  • ½ dl chiafræ
  • 100 g rúgmjöl
  • 200 g spelt
  • 150 g gulrætur – rifnar fínt
  • 1 dl sólblómafræ
  • 3 dl haframjöl
  • 150 g maisenamjöl

Verklýsing

  1. Gott að taka súrdeigsgrunninn úr kæli a.m.k. nokkrum tímum áður en hann er notaður
  2. Öllu hráefni nema salti blandað vel saman í skál og látið standa í u.þ.b. 15 mínútur
  3. Salti stráð yfir og blandað saman með sleif (deigið á að vera blautt) – klútur eða plastfilma sett yfir skálina. Gott að láta það hefast í 3 – 4 tíma (ef lengur þá er hægt að láta það hefast í kæli t.d. yfir nótt)
  4. Því næst er önnur  höndin bleytt í volgu vatni (til þess að deigið loði síður við hana) og deiginu ,,lyft” upp léttilega. Það er gert með því að fara með höndina ofan í skálina – meðfram brúninni og ofan í botn skálarinnar.  Deiginu lyft upp með handarbakinu og síðan sleppt þannig að það falli ofan í skálina aftur. Þetta má gera tvisvar, bíða svo í u.þ.b. hálftíma og endurtaka leikinn aftur (ágætt að gera það 2 – 3 sinnum)
  5. Nú er deiginu hellt á speltstráða borðplötu og kúla mynduð með brauðsköfu eða sleif – deigið látið jafna sig í 20 mínútur
  6. Þá er svokölluð þrískipting gerð. Teygt á kúlunni með fingrunum/brauðsköfunni til beggja hliða þannig að ferhyrningur myndast
  7. Ferhyrningurinn er lagður saman þrefaldur – sjá mynd að neðan
  8. Þegar deigið er orðið þrílaga er aftur brotið í þrennt – sjá mynd
  9. Þá er lengjan skorin í jafnar sneiðar og bollur mótaðar með því að forma þær með brauðsköfu – einnig má gera lengjur eða það sem hverjum og einum dettur í hug
  10. Bollurnar settar í ofnskúffu með bökunarpappír – klútur lagður yfir og látið jafna sig í 1 – 2 klukkutíma
  11. Ofninn hitaður í 250°C og bollurnar bakaðar í 10 – 15 mínútur

Geymsla

Bollurnar geymast vel í lokuðum poka í frysti.

IMG_1029

IMG_1810

IMG_1028IMG_1809IMG_1027 IMG_1030

IMG_1808

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*