Ceviche

Ceviche

  • Servings: 6 - 7 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fékk ég hjá Dagnýju vinkonu. Þessi réttur hentar vel  sem forréttur jafnt sem smáréttur á veisluborðið.

Forvinna

Þennan rétt er betra að gera daginn áður og jafnvel tveimur dögum áður.

Hráefni

  • 1 kg fiskur (ýsa, keila, langa eða lúða)
  • 250 ml limesafi
  • 1/3 glas niðursoðinn japalenopipar
  • 125 ml græn ólífuolía
  • 2 tómatar
  • 75 g grænar fylltar ólífur
  • 1/4 bolli söxuð steinselja
  • 1/4 bolli ferskur koriander (saxaður) má líka nota niðursoðinn ,,minced cilantro” ef ferskur fæst ekki
  • 1 msk ferskt oregano
  • 1 msk worcherstersósa
  • 1 laukur
  • 125 ml tómatsósa
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk salt

Verklýsing

  1. Fiskurinn skorinn í litla bita. Limesafa hellt yfir og látið bíða í að minnsta kosti 2 tíma við stofuhita. Hellið safanum af
  2. Annað hráefni saxað og blandað saman við fiskinn
  3. Geymið í lokuðu gler- eða plastíláti í ísskáp

Geymsla

Þessi réttur geymist ágætlega í ísskáp.

Meðlæti

Borið fram með t.d. nýbökuðu snittubrauði, Hvítlauks- og ólífubrauði, Sólarhringsbrauði eða Súrdeigsbrauð bakað með ást og umhyggju.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*