Eplakryddkaka með sítrónukremi

Eplakryddkaka með sítrónukremi

  • Servings: 10 - 12 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr sænska blaðinu ,,Bakat og gott – fín helgarkaka sem er mjúk og góð í marga daga.

Hráefni

Botn

  • 3 egg
  • 4 dl sykur
  • 5 dl rifin epli – flysjuð og grófrifin
  • 1½ dl olía
  • Börkur af lífrænni sítrónu – rifinn fínt
  • 3½ dl hveiti – ágætt að sigta það
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk lyftiduft
  • 2 tsk kanill
  • 1½ tsk mulinn engifer
  • 1½ tsk kardimomma
  • ½ tsk muskat
  • 1½ dl heslihnetur – grófsaxaðar
  • 100 g dökkt súkkulaði – grófsaxað

Sítrónukrem

  • 100 g philadelphiaostur
  • 50 g mjúkt smjör
  • 1 dl flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • Börkur af ½ sítrónu – helst lífrænni

Skreyting

Verklýsing

Botn

  1. Ofninn er hitaður í 175°C
  2. Egg og sykur þeytt þar til blandan verður létt og ljós
  3. Eplum, olíu og sítrónuberki blandað saman við með sleif
  4. Afgangi af hráefnum bætt við – blandað saman
  5. Deigið sett í 24 cm smelluform og bakað 70 – 75 mínútur. Gott að stinga prjóni í kökuna til að athuga hvort hún sé bökuð

Sítrónukrem

  1. Allt hráefnið þeytt saman og kremið sett yfir kalda kökuna. Skreytt og borin fram

Geymsla

Kakan helst mjúk og góð í nokkra daga – hef geymt hana við stofuhita með glerloki ofan á.

[/directions]

IMG_2473

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*