Heimagerða lifrarkæfan hennar mömmu

Heimagerða lifrarkæfan hennar mömmu

  • Servings: 3 - 4 form
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Lifrarkæfan hennar mömmu er alveg ómissandi á jólunum. Þá er hún snædd með niðursoðnum rauðbeðum og sænska brauðinu Gotlampslimpu. Þetta er frekar stór uppskrift sem setja má í nokkur form. Það sem ekki er notað strax má setja óbakað í frysti og baka síðan við hentugleika. Ein og ein skál er tekin út, geymd í kæli yfir nótt og sett í ofninn enda er kæfan best nýbökuð.

Forvinna

Lifrarkæfuna má laga töluvert áður og geyma óbakaða í frysti.

Hráefni

  • 1,5 kg svínalifur – keypt hökkuð
  • 600 g spekk/svínafita
  • 3 laukar
  • 1 dós ansjósur
  • 165 g smjör
  • 165 g hveiti
  • 7½ dl mjólk
  • 3 egg
  • 4½ tsk salt
  • 2 tsk pipar
  • ½ tsk negull
  • Smá rjómi

Verklýsing

  1. Svínalifur og svínafita – blandað saman
  2. Laukur og ansjósur sett í blandara og bætt við lifrarblönduna
  3. Smjör brætt í potti og hveiti hrært saman við. Mjólk hellt út í smám saman og búinn til jafningur
  4. Egg sett út í ásamt salti, pipar og negul. Smá rjóma bætt við – blandað saman
  5. Lifrarblöndunni hrært saman við jafninginn og hitað að suðu
  6. Sett í eldfast mót (nokkur – fyllt að 2/3) – þau mót sem ekki á að nota strax eru sett í frystinn. Ath. ef kæfan er fryst er best að láta formið þiðna í kæli yfir nótt áður en hún er bökuð)
  7. Lifrarkæfan bökuð: Ofninn hitaður í 200°C (yfir- og undirhiti) og mótið sett í vatnsbað. Lok haft yfir fyrstu 30 mínúturnar. Bakað áfram í 30 mínútur án loks og vatnsbaðs

 

Geymsla

Geymist ágætlega  í kæli í nokkra daga.

 

 

IMG_9920

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*