Rauðkálið hennar mömmu

Heimagert rauðkál

  • Servings: /Magn: Ein stór skál
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu. Ég hef prófað ýmsar tegundir af rauðkálsuppskriftum en þessi finnst mér alltaf best.  Ilmurinn er alveg ómissandi á aðfangadag 🙂

Hráefni

  • 600 – 800 g rauðkálshöfuð
  • 2 msk smjör
  • 2 græn epli – flysjuð og kjarnhreinsuð – skorin í bita
  • 1 laukur – saxaður
  • 1 tsk salt
  • 1-2 msk síróp eða sykur (það er smekksatriði hversu sætt rauðkálið á að vera)
  • ½ – 1 dl edik (t.d. eplaedik) eða rauðrófusafi
  • 1 – 2 dl vatn

Verklýsing

  1. Rauðkálið skorið í tvennt, kjarninn skorinn í burtu og kálið sneitt í þunnar ræmur og steikt í smjöri
  2. Epli og lauk bætt við og hrært
  3. Salt, sykur, edik og vatn sett út í og látið malla í 45-60 mínútur undir loki þar til það er orðið mjúkt. Hrært í annað slagið
  4. Lokið tekið af og vatnið látið gufa upp

Á vel við

Hamborgarhrygginn, svínabóginn og hangikjötið.  

Geymsla

Geymist vel í kæli.

 

IMG_9850

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*