Góða kartöflusalatið

Kartöflusalat með papriku og gúrkum

  • Servings: 2 - 3
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Kartöflusalatið hefur alltaf verið á jólaborðinu hjá mömmu minni en stundum hef ég líka búið það til á sumrin. Það er gott með ýmsum grillmat en svo hef ég oft tekið það með í gönguferðir þar sem það eldist mjög vel og þolir hnjask.

Hráefni

  • 300 g soðnar kartöflur – skornar í bita
  • 1 dl majónes eða grísk jógúrt
  • 1 dl sýrður rjómi eða síuð súrmjólk
  • ¼ agúrka
  • ¼ paprika – rauð
  • ¼ paprika – græn, gul eða appelsínugul
  • 1 harðsoðið egg – má sleppa
  • Sellerísalt eða Garlic Salt
  • Sítrónupipar (lemon pepper)
  • Aðeins af sætu sinnepi
  • Örlítið af sítrónusafa
  • Stundum gott að þynna með jógúrt

Verklýsing

  1. Kartöflur soðnar í léttsöltuðu vatni í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til þær eru soðnar (ágætt að nota prjón til að kanna það) – vatni hellt af og látið kólna
  2. Sýrður rjómi og majónes pískað í skál ásamt ögn af sinnepi, sítrónusafa og kryddinu
  3. Agúrka, paprikur – skornar í litla bita og blandað saman við
  4. Stundum sýð ég egg – sker í litla bita og set út í – hrært
  5. Sett í skál og skreytt með papriku og agúrku

Á vel við

Gott með ýmsum grillmat og pylsum en einnig með sænskri jólaskinku.

Geymsla

Geymist vel í nokkra daga í kæli.

IMG_4786

IMG_4947

Jólaútgáfa

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*