Jólaleg heslihnetupavlova

Heslihnetupavlova

  • Servings: fyrir 10
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Fann þessa uppskrift í sænsku blaði – hef aðeins breytt henni.  Þetta er skemmtileg útfærsla á pavlovu – hún er jólaleg. Til að einfalda aðeins og sleppa við að rista heslihneturnar má kaupa þær ristaðar í Costco.

Forvinna

Mjög þægilegt að baka botninn áður – þá tekur enga stund að útbúa kökuna.  Best er að dreifa kirsuberjasósunni yfir rétt áður en hún er borin fram … þá er hún fallegust 🙂

Hráefni

Botn

  • 2 dl heslihnetur
  • 5 – 6 eggjahvítur – við stofuhita
  • 2½ dl hrásykur
  • 1 msk maisenamjöl
  • ½ msk sítrónusafi

Ofan á

  • 2½ – 3 dl kirsuberjasósa – fæst í fernum
  • 2 msk romm (má sleppa)
  • 5  dl rjómi
  • 1 msk hrásykur
  • ½ tsk vanilluduft (korn) – fæst lífrænt í glerkrukkum
  • 30 g suðusúkkulaði

Verklýsing

Botn

  1. Ef til eru ristaðar heslihnetur skal fara beint í lið nr. 3.  Ofninn hitaður í 200°C og hneturnar settar í ofnskúffu. Ristaðar í tæpar 10 mínútur – fylgjast með að þær verði ekki of dökkar.
  2. Hneturnar settar í hreinan klút – hrista og nudda burt hýðið. Stundum vill hýðið loða svolítið við – þá er gott að nota fingurna til að ná því af
  3. Hneturnar grófsaxaðar, einn dl settur til hliðar og notaður til skrauts
  4. Ofninn lækkaður í 140°C. Eggjahvítur stífþeyttar og hrásykri bætt við rólega – einni msk í einu. Þeytt þar til blandan er þykk og líkist raksturskremi
  5. Maisenamjöli og sítrónusafa bætt við – þeytt. Heslihnetunum blandað saman við í lokin
  6. Hringur teiknaður á bökunarpappír (ágætt að nota springform til aðstoðar) – sú hlið látin snúa niður sem teiknað var á. Eggjahvítukreminu dreift í hringinn – gott að láta hliðarnar vera aðeins hærri og mynda smá dæld í miðjuna
  7. Bakað í 1 klukkustund og 15 mínútur. Látið kólna í ofninum yfir nótt.

 

Ofan á

  1. Rjómi þeyttur ásamt sykri og vanilludufti – dreift yfir kökuna
  2. Kirsuberjasósa og romm – blandað saman og dreift yfir.
  3. Hefla súkkulaðið með ostaskera og strá því yfir kökuna ásamt heslihnetunum sem skraut

Heslihnetur ristaðar – hægt að einfalda með því kaupa tilbúnar ristaðar heslihnetur

IMG_8442

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*