Súkkulaðikonfekt með hnetum og sykurpúðum – einfalt

Súkkulaðikonfekt með hnetum og sykurpúðum

  • Servings: 40 - 60 mola
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Hef gert þessa uppskrift í ýmsum útfærslum fyrir jólin undanfarin ár. Uppskriftin er mjög einföld og fljótleg. Manninum mínum finnst betra þegar ég sleppi sykurpúðunum en börnin vilja hafa þá með.

Hráefni

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 200 g rjómasúkkulaði
  • 30 g smjör
  • 100 g núggat
  • 1 dl pistasíuhnetur
  • 2 dl kasjúhnetur (cashewhnetur) – saltaðar eða ósaltaðar
  • ½ dl gojiber
  • ½ dl brasilískar hnetur
  • 10 – 14 stk sykurpúðar (má sleppa)
  • ¼ – ½ tsk saltfögur (má sleppa)

Verklýsing

  1. Suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði, smjör og núggat látið bráðna yfir heitu vatnsbaði. (Heitt vatnsbað: Pottur með vatni settur á helluna og skál ofan á – athuga að vatnið sjóði ekki). Blandað vel saman
  2. Brasíliskar hnetur og kasjúhnetur – skornar gróflega. Sykurpúðar skornir í bita
  3. Hnetum og gojiberjum bætt við súkkulaðiblönduna – blandað saman
  4. Blandan aðeins látin kólna – sykurpúðum (skornir gróflega) bætt við og blandað saman
  5. Blandan sett í form eða skúffubotn með bökunarpappír undir og dreift úr henni – u.þ.b. 2 cm þykkt (þarf alls ekki að ná út í öll hornin)
  6. Sett inn í kæli í 2 klukkustundir. Ef settar eru saltflögur er gott að taka plötuna út eftir u.þ.b. 15 mínútur og strá saltflögunum yfir
  7. Tekið út og skorið í bita (sjá mynd fyrir neðan)
  8. Sett í box (ágætt að klippa niður bökunarpappír, setja í botn boxins og á milli laga – ekki nauðsynlegt)
  9. Geymt í kæli

IMG_7964

IMG_7963

Gott að strá saltflögum yfir

img_1598

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*