Heimagerðir hamborgarar eru bestir

Heimagerðir hamborgarar eru bestir

  • Servings: fyrir 5 - 7 hamborgarar
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Eftir að ég fékk hamborgarapressu að gjöf frá systur minni höfum við gert okkar eigin hamborgara.  Það er bæði miklu skemmtilegra og hagkvæmara en svo spillir ekki fyrir hvað hægt er að gera margar mismunandi útfærslur bæði hvað varðar stærð og bragð.

Forvinna

Hamborgarana er vel hægt að útbúa daginn áður.

Hráefni

Barnvænir

  • 500 – 600 g nautahakk
  • 1 tsk Garlic pepper
  • 2 tsk Season salt (all)

Meira fullorðins

  • 600 – 800 g nautahakk
  • ½ stk laukur – saxaður smátt
  • ½ – 1 msk kapers – saxað smátt
  • ¼ – ½ stk chili – saxað smátt
  • ½ – 1 dl steinselja – söxuð smátt
  • ½ – 1 stór hvítlaukur (sem fást í körfunum) eða 3 – 5 hvítlauksrif – saxað eða hvítlaukspressa
  • Nýmalaður pipar
  • Season salt

Aðrir möguleikar

  • Beikonkurl (þá þarf að minnka magnið af Season all svo að borgarinn verði ekki of saltur)
  • Rifinn ostur – t.d. piparostur
  • Tapasco ef borgarinn má verða sterkari
  • Ferskar saxaðar kryddjurtir eins og persilja, graslaukur og kóriander
  • BBQsósa
  • Jalapeno
  • Ýmislegt fleira – um að gera að nota hugmyndaflugið

Verklýsing

Barnvænir

  1. Hráefni blandað saman – mótaðar kúlur sem vega um 100 – 120 g en barnaborgari um 80 g

 

Meira fullorðins

  1. Hráefni blandað saman – mótaðar kúlur sem vega um 100 – 120 g

 

Steiking

  1. Hamborgarapressa notuð til að móta hamborgarana. Skerum niður bökunarpappír til að hafa á milli – auðveldar þrif á pressunni (sjá myndir). Smekkstatriði hversu þykkur hamborgarinn (borgarinn) á að vera.  Einnig má nota hleif til þess að móta hamborgana um leið og þeir eru steiktir (sjá mynd)
  2. Steiking: Grillið/pannan þarf að hafa náð góðum hita áður en byrjað er að steikja/grilla borgarann. Þegar hann hefur verið lagður á grillið/pönnuna á ekki að færa hann til heldur leyfa honum að ná góðum lit (hef lesið að góða bragðið felist í því að hamborgarinn fái aðeins að brenna – þá næst góð skorpa að utan en er samt mjúkur að innan).  Þegar góð skorpa er komin er borgaranum snúið við – þá er gott að leggja spaðann á steiktu hliðina í nokkrar sekúndur þá nær hitinn að fara betur í gegn.  Þegar búið er að steikja báðum megin er hitinn lækkaður og borgarinn steiktur áfram í samræmi við smekk hvers og eins
  3. Steikingartími – þumalputtaregla:
    1. Mjög blóðugt (rare): 2 mínútur
    2. Blóðugt (medium rare): 4 mínútur
    3.  Aðeins roði (medium): 6 mínútur
    4. Mjög vel steikt: 8 – 10 mínútur

Hugmyndir að meðlæti

Hamborgarapressa notuð til að móta hamborgarana

IMG_0255IMG_0254 IMG_0253

 

Barnvænir og meira fullorðins 
IMG_4307

 

Hleifur notaður til að móta hamborgarana

IMG_4306

 

 

IMG_1213

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*