Einföld og góð gulrótarkaka

Einföld og góð gulrótarkaka

  • Servings: /Magn: 20 - 25 bitar
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi gulrótarkaka hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Uppskriftina sá ég upphaflega í bókinn Af bestu lyst en hún hefur tekið breytingum. Kakan er góð nýbökuð en alls ekki verri í 3 – 4 daga eftir það.

Hráefni

Kakan

  • 3½ – 4 dl sykur
  • 2 dl matarolía
  • 4 egg
  • 4½ dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1½ tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk múskat
  • ½ tsk kardimomma
  • 2 tsk vanillusykur
  • 6 dl gulrætur – rifnar
  • Rúmlega ½ dl kurlaður ananas (safanum hellt af) – upplagt að rífa frosið ananas (með rifjárni) ef það er til í frystinum
  • 2½ dl hnetur – grófsaxaðar

Krem

  • 200 g rjómaostur
  • 150 g flórsykur
  • Safi úr ½ sítrónu

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180°C
  2. Egg, olía og sykur hrært saman í skál
  3. Hveiti, lyftiduft, matarsódi, salt, kanill, múskat og vanillusykur – öllu blandað saman og bætt við í skálina
  4. Annans, gulrætur og hnetur – sett út í og hrært saman við
  5. Deigið sett í stórt smurt (eða með bökunarpappír) form eða ofnskúffu og bakað í klukkustund
  6. Kakan kæld og losuð úr forminu

Krem

  1. Rjómaostur og flórsykur hrært saman ásamt sítrónusafa – sett yfir kalda kökuna

IMG_1082

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*