Frískandi hrákaka með hindberjum

Frískandi hrákaka með hindberjum

  • Servings: 8 - 10 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Ég fékk hugmyndina frá erlendri heimasíðu en gerði síðan mína eigin útfærslu. Kakan er bæði frískandi og falleg og gott að geta náð sér í sneið í frystinum þegar sætuþörfin segir til sín.

Forvinna

Kakan þarf að vera í frysti yfir nótt.

Hráefni

Botn

  • 2½ dl döðlur
  • 2½ dl hnetur – t.d. möndlur eða pekanhnetur
  • ¼ tsk salt

Fylling

  • 1 – 1½ dl cashewhnetur
  • 1½ dl vatn
  • Rúmlega 1 dl kókosolía
  • 1 dl hunang
  • ½ þroskað avokadó – má sleppa
  • 1 tsk vanilluduft (fæst lífrænt í glerkrukkum)
  • 2 döðlur
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 3 dl af frystum hindberjum

Verklýsing

Botn

  1. Allt hráefnið maukað saman í matvinnsluvél og sett í 20 cm form

 

Fylling

  1. Cashewhnetur og vatn sett í skál og látið liggja í u.þ.b 1 klukkustund (vatni hellt af)
  2. Kókosolía og hunang hitað í litlum potti
  3. Allt hráefni nema frosnu hindberin sett í matvinnsuvél eða öflugan blandara – maukað saman
  4. Rúmlega helmingur settur ofan á botninn – sett í frysti
  5. Hindberjum bætt við afganginn í blandaranum – maukað saman
  6. Hinberjamaukið sett ofan á
  7. Sett í frysti og tekin út u.þ.b. 1 klukkustund áður en bjóða á upp á hana

 

Skreyting

Fallegt að skreyta með hindberjum eða kókosflögum.

Geymsla

Kakan geymist vel í frysti en ef geyma á hana í einhvern tíma þarf að setja plast yfir.

IMG_0229 IMG_0228

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*