Pestó á pönnuristuðu brauð – upplagt að nota 1 – 3 daga súrdeigsbrauð

Pestó á pönnuristuðu brauði – upplagt að nota 1- 3 daga súrdeigsbrauð

  • Servings: /Magn: 1 lítil skál - pestó á 6 - 8 brauðsneiðar
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Tilraun með þetta pestó var gerð á heimilinu og lukkaðist hún alveg glimrandi vel. Uppskriftin verður sett hér inn svo að hún glatist ekki. Pestóið eitt og sér er mjög gott og á vel við margt en er frábært með pönnuristuðu súrdeigsbrauði, ferskum tómötum og saltflögum.

Hráefni

  • U.þ.b. 1 dl klettasalat
  • U.þ.b. 1 dl persilja
  • U.þ.b. 2 dl fersk basilika
  • 3 – 4 msk extra virgin olía
  • 1 – 2 hvítlauksrif
  • ¼ tsk salt
  • 2 msk parmesanostur
  • Tæplega 1 msk sítrónusafi
  • 1 avókadó – vel þroskað

Meðlæti

  • Sneiðar af súrdeigsbrauði (upplagt að nota 1 – 3 daga gömul súrdeigsbrauð)
  • Olía til steikingar
  • Saltflögur
  • Litlir tómatar – skornir í báta
  • Örlítið af hunangi  (má sleppa)

Verklýsing

  1. Allt hráefni sett í matvinnsluvél og maukað saman
  2. Olía hituð á pönnu og brauðið ristað á heitri pönnunni – saltflögum stráð yfir
  3. Pestó sett á brauðin og tómatbitum dreift yfir
  4. Þeir sem vilja geta sett smá hunang yfir

IMG_4917

 

IMG_7235

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*