Rauðbeðumauk – gott með brauði eða sem meðlæti

Rauðbeðumauk - gott með brauði eða sem meðlæti

  • Servings: /Magn: eitt meðal stórt fat
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Ég átti soðnar rauðbeður og ákvað að útbúa mauk úr þeim og hafa sem meðlæti. Það lukkaðist bara ágætlega og er sérstaklega gott með nýbökuðu súrdeigsbrauði.

Forvinna

Soðnar rauðbeður geymast ágætlega í kæli. Best að bíða með fetaostinn þar til alveg í lokin.

Hráefni

  • 150 g bakaðar rauðbeður
  • ½ – 1 msk kapers – saxað
  • ¼ dós sýrður rjómi (u.þ.b. ½ dl)
  • 1 – 2 hvítlauksrif
  • Fetaostur – magn eftir smekk
  • Kapers til skrauts
  • Saltflögur
  • Sólblómafræ
  • Nýmalaður pipar
  • Steinselja til skrauts

Verklýsing

  1. Rauðbeðan settar inn í 200°C heitan ofn og bakaðar í 1 klukkustund
  2. Rauðbeðan afhýddar og skorin í bita
  3. Rauðbeðubitarnir, hvítlaukur og kapers – maukað saman í matvinnsluvél
  4. Sýrðum rjóma blandað saman við og blöndunni dreift á fat – fetaostur mulinn og honum stráð yfir
  5. Skreytt með heilum kapers, pipar, saltflögum og steinselju

Á vel við

Sem meðlæti með ýmsum réttum en einnig á nýbakað brauð. Þeir sem kunna að meta rauðbeður geta borðað þetta með öllu mögulegu.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*