Ljúffeng sveppasúpa með beikonkryddblöndu

Ljúffeng sveppasúpa með beikonkryddblöndu

  • Servings: fyrir 4 -6
  • Print

Uppruni

Ég fann þessa uppskrift í sænsku blaði og langaði að prófa hana. Breytti henni aðeins og góð var hún. Set hana hér inn svo að hún glatist ekki.

Forvinna

Súpuna er hægt að gera eitthvað áður. Sama gildir með beikonkryddblönduna.

Hráefni

Súpa

  • 250 g ferskir sveppir
  • 1 msk þurrkaðir sveppir – saxaðir
  • 1 hvítlauksrif
  • 3 skalottlaukar
  • Smjör til steikingar
  • 8 dl kjúklingakraftur (8 dl heitt vatn og kraftur – magn er mismunandi eftir tegundum – sjá umbúðir)
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl hvítvín
  • 2 msk hveiti
  • 2 – 3 msk sherry
  • Salt og hvítur pipar

Beikonkryddblanda

  • 130 – 140 g beikon
  • Smjör til steikingar
  • 1 hvítlauksrif – smátt saxað
  • 1 msk steinselja – söxuð
  • 2 msk salvía – söxuð
  • 1 sítróna – börkur rifinn (má sleppa)
  • Chili – saxað (fyrir þá sem halda sérstaklega upp á það)

Verklýsing

Sveppasúpa

  1. Sveppir hreinsaðir og skornir í litla bita. Rúmlega ½ dl lagður til hliðar fyrir beikonkryddblönduna
  2. Laukur saxaður smátt ásamt hvítlauknum og látið malla í smjöri (í potti) á meðalhita í 5 mínútur
  3. Þurrkaðir sveppir látnir út í og hrært vel saman
  4. Fersku sveppunum bætt við og hitinn aðeins hækkaður – steikt og hrært vel í þar til blandan er ekki lengur blaut
  5. Soði og hvítvíni hellt út í. Suðan látin koma upp – soðið í 5 mínútur
  6. Hveiti sigtað út í rjómann og þeytt saman með þeytara – sett í pottinn og soðið áfram í 5 mínútur. Suðan verður að koma upp til að hveitibragðið hverfi og súpan þykkni. Hún á svo að malla á meðalhita í u.þ.b. 5 mínútur
  7. Barnvænni súpa (þessu má sleppa). Hluti af súpunni settur í blandara og maukað saman. Með þessum hætti verður súpan barnvænni
  8. Sherry, salti og pipar bætt við – smakkað til

 

Beikonkryddblanda

  1. Ofninn hitaður í 180°C. Beikonstrimlar settir í ofnskúffu með bökunarpappír – látið vera í ofninum í u.þ.b. 10 mínútur. Snúa beikoni við og fylgjast með að það brenni ekki. Tekið út þegar það er tilbúið en það er smekksatriði hversu dökkt það á að vera
  2. Beikonið sett á eldhúspappír og fitan látin renna af
  3. Smjör hitað á pönnu og sveppabitarnir, sem voru lagði til hliðar, steiktir snöggt á tiltölulega háum hita – passa að brenna ekki. Það eyðileggur bragðið ef smjörið brennur
  4. Hitinn lækkaður aðeins og hvítlauk bætt við – blanda vel saman
  5. Beikonstrimlarnir skornir í litla bita og settir saman við sveppina
  6. Sítrónubörkur og/eða chili sett út í
  7. Kryddblöndunni hellt í skál og borið fram með súpunni þar sem hver og einn setur á sinn disk

Geymist

Súpan og blandan geymast ágætlega í kæli.

Hráefnafjölskyldan

B Beikonblanda

IMG_5147

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*