Langa – einföld og góð

Langa - einföld og góð

  • Servings: fyrir 4-5
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Hef verið að prófa mig áfram með fisk og börnin á heimilinu. Þau kunna mjög vel að meta þennan einfalda og fljótlega rétt.

Forvinna

Það er hægt að steikja fiskinn, setja hann í eldfast mót og láta hann standa aðeins áður en hann er settur í ofn en ekki of lengi.

Hráefni

  • 1 kg langa
  • Hveiti í skál
  • Smjör og olía til steikingar
  • Salt /pipar

Verklýsing

  1. Langan skorin í bita – hveiti sett í skál og bitunum velt upp úr því
  2. Ofninn hitaður í 180°C
  3. Hellan stillt á háan hita, smjör og olía sett á pönnuna – brætt saman. Fiskbitunum skellt á pönnuna í 1-2 mínútur hvorum megin eða þangað til kominn er fallegur litur á fiskinn
  4. Fiskurinn settur í eldfast mót og inn í heitan ofn í 10 – 12 mínútur
  5. Salti og pipar stráð yfir og fiskurinn er tilbúinn

Meðlæti

Soðnar kartöflur eða Uppáhalds kúskús með grænmeti.


IMG_2748

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*