Góðir kjúklingavængir

Góðir kjúklingavængir

  • Servings: fyrir 3 - 4
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Uppskriftina fann ég í sænsku blaði. Einfalt í framkvæmd og bragðgott. Skemmtileg tilbreyting.

Forvinna

Best að laga sósuna, sem borðuð er með vængjunum, eitthvað áður og láta hana standa. Hina má einnig búa til eitthvað áður.

Hráefni

  • 1 kg kjúklingavængir

Sósa

  • 175 g smjör
  • 1 dl Sriracha Hot Chilli sósa frá Santa Maria
  • 2 hvítlauksrif – pressuð
  • 1 tsk sítrónusafi
  • Ögn af salti
  • Pipar úr piparkvörn – grófmulinn

Sósan með vængjunum

  • 1 dós sýrður rjómi (eða 180 g grísk jógúrt)
  • ½ dl rjómaostur
  • Graslaukur – smátt saxaður
  • 1-2 hvítlauksrif – pressuð
  • U.þ.b. 2 tsk sítrónusafi

Verklýsing

Sósa

  1. Smjör brætt í potti og allt hitt hráefnið sett út í – hrært saman. Taka aðeins af sósunni og setja í skál til að hafa með vængjunum

 

Steiking

  1. Ofn hitaður í 200°C
  2. Kjúklingavængir penslaðir með sósunni. Vængirnir settir í heitan ofn í u.þ.b. 8 – 10 mínútur – teknir út og penslaðir aftur. Þetta er gert þrisvar. Ofninn settur á grill og vængir penslaðir enn á ný. Látnir vera í 5-10 mínútur eða þar til þeir hafa náð góðum lit (fylgjast með að þeir brenni ekki)

 

Sósan með vængjunum

  1. Allt hráefni hrært saman – gott að láta standa aðeins

Meðlæti

Báðar sósurnar bornar fram með kjúklingavængjunum.

InstasizeImage

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*