Ofnsteiktar gulrætur með gulrótarhummus

Ofnsteiktar gulrætur með gulrótarhummus

  • Servings: fyrir 4
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég í sænsku blaði – eins og svo oft áður. Leist vel á og ákvað að prófa sem forrétt. Reyndist gott og var auk þess fallegt á borði. Hummusinn er einnig góður með brauði.

Forvinna

Hægt er að búa hummusinn til eitthvað áður – jafnvel daginn áður. Einnig er hægt að forsteikja gulræturnar.

Hráefni

Gulrótarhummus

  • 2 gulrætur
  • 1 dl niðursoðnar kjúklingabaunir
  • 1 hvítlauksrif
  • 1-2 msk ólífuolía
  • Saltflögur
  • Svartur pipar úr piparkvörn

Gulrætur

  • 8 – 12 liltar gulrætur
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 tsk saltflögur
  • ½ dl sólblómafræ
  • rósmarín

Verklýsing

Gulrótarhummus

  1. Gulrætur flysjaðar og skornar í bita. Soðnar í léttsöltu vatni í nokkrar mínútur eða þar til bitarnir verða mjúkir (u.þ.b. 5-7 mínútur)
  2. Bitarnir teknir úr vatninu og settir í matvinnsluvél
  3. Afgangi af hráefninu bætt við og maukað
  4. Pipar og salti stráð yfir – smakkað til

Gulrætur

  1. Ofninn hitaður í 200°C
  2. Gulrætur skolaðar og það mesta skrapað af með hnífi. Þeim er síðan raðað í ofnskúffu (með bökunarpappír) og olíu hellt yfir. Bakað í 20 – 25 mínútur. Hægt að taka úr ofninum eftir 20 mínútur og setja svo aftur inn rétt áður en rétturinn er borinn fram
  3. Sólblómafræ ristuð á pönnu og rósmarín bætt við þegar slökkt hefur verið á hellunni
  4. Gulræturnar teknar úr ofninum og sólblómafræblöndunni stráð yfir ásamt salti
  5. Gaman að bera gulræturnar fram á heitum steini – þá haldast þær heitar. Tilvalið að klippa litla búta af bökunarpappír, leggja gulrótina í og láta sólblómafræin fylgja með – svolítið eins og að borða pylsu í brauði.

IMG_1746

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*