Rauðbeðuídýfa

Rauðbeðuídýfa

  • Servings: fyrir 3 - 4
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur úr sænsku blaði. Sósan er góð ídýfa fyrir allskyns grænmeti og snakk.

Hráefni

Sósa

  • 1 rauðbeða
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1 hvítlauksgeiri – pressaður
  • Salt og pipar

Hugmyndir að meðlæti

  • 1 poki radísur
  • Sellerí
  • Rófa
  • Bugles

Verklýsing

Sósa

  1. Ofninn hitaður í 200°C og rauðbeðan bökuð í u.þ.b. klukkustund
  2. Látin kólna og flysjuð. Sett í matvinnsluvél og maukuð með sýrðum rjóma og hvítlauk. Kryddað og smakkað

Meðlæti

  1. Gott að leggja radísurnaar í bleyti í kalt vatn og geyma þær í kæli þar til þær eru bornar fram
  2. Rófuna er gott að flysja og skera í þunnar sneiðar og setja einnig í kalt vatn í kæli. Þannig haldast sneiðarnar ferskar og stökkar
  3. Bugles er líka gott með

IMG_1740

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*