Pítubrauð úr súrdeigi

Pítubrauð úr súrdeigi

  • Servings: /Magn: 18 - 20 pítubrauð
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu og hefur hún oft verið notuð að sumarlagi – ekki síst ef slegin er upp veisla. Gott að frysta brauðin og í uppáhaldi hjá mér er að taka út eitt brauð, afþýða það í örbylgjuofni, skera til hálfs og setja ost á milli. Stinga brauðinu svo í brauðristina í smá stund þannig að osturinn bráðni og smyrja í lokin með ölítu af smjöri – hreinasta sælgæti.

Forvinna

Hægt er að byrja á brauðinu töluvert áður – t.d. um morguninn og láta standa þar til ca. 2 -3 tímar eru í bakstur. Þetta er allt nokkuð frjálslegt – þ.e. tíminn er ekki mjög heilagur. Hægt er að grilla einhverjum klukkutímum áður en borðað er.

Hráefni

Verklýsing

Best að hafa 3 klukkutíma að lágmarki í hefingartíma og að lokahefing standi yfir síðasta klukkutímann.

  1. Geri, súrdeigi, volgu vatni, hunangi og hluta (u.þ.b. 2/3 sett) af hveitinu blandað saman í skál – viskustykki sett yfir og látið hefast í a.m.k. 2 klukkutíma – má vera lengur
  2. Afgangi af hveiti hnoðað saman við deigið ásamt saltinu – geymt á borðplötu með viskustykki yfir í a.m.k. 30 mínútur
  3. Deiginu skipt í 18 hluta – u.þ.b. 80 g hver – og mótaðar kúlur. Ágætt að leyfa kúlunum að standa í u.þ.b. 20 mínútur
  4. Kökukefli notað til að móta pítubrauð – flatt út lauslega þ.e. ekki þrýsta of mikið á. Gott að hafa þau ekki alltof þunn. Gott að nota rúgmjöl til að strá á borðið svo það sé auðveldara að fletja út
  5. Brauðin sett á bökunarplötur með bökunarpappír og viskustykki yfir – látið hefast í 1 – 2 klukkustundir
  6. Grillið hitað (hæsta hita) – pítubrauðin sett á grillið og þau látin ná góðum lit báðum megin. Ef bakað í ofni: Ofninn hitaður 255°C (yfir- og undirhiti).  Brauðið bakað í u.þ.b. 10 mínútur

IMG_1842


Píturnar grillaðar á grillinu

 

Eða inn í ofni

IMG_1837

IMG_1576

Meðlæti

Mjög gott að setja ferskt grænmeti í pítuna ásamt grilluðu kjöti/buffi og pítusósu (sjá Píta með buffi, kindalundum, grænmeti og heimagerðri pítusósu).

 

Geymsla: 

Frábært að eiga í frysti og setja í brauðristina með osti á milli – algjört uppáhald.

IMG_1603

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*