Baby-Ruth kaka

Baby-Ruth kaka

  • Servings: fyrir 10
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu eins og svo margt annað.  Hún minnir svolítið á Snickers.

Forvinna

Kökuna má gjarnan baka daginn áður – hún er betri þá og enn þá betri tveggja daga gömul – beint úr ísskápnum.

Hráefni

Botn

  • 4 eggjahvítur
  • 4 dl sykur
  • 28 stk Ritz-kex
  • 250 g salthnetur
  • 1 tsk lyftiduft

Krem

  • 4 eggjarauður
  • 100 g flórsykur
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 100 g smjör

Verklýsing

Botn

  1. Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
  2. Eggjahvítur og sykur stífþeytt saman
  3. Ritz-kex mulið, salthnetur saxaðar – blandað saman og lyftiduft hrært út í
  4. Sett í springform (26 cm) – gott að setja bökunarpappír í botninn
  5. Bakað í 30-40 mínútur og sett beint í plastpoka (ágætt að setja fyrst viskustykki yfir kökuna og síðan í plastpoka – þá bráðnar hann síður)

Krem

  1. Eggjarauður og flórsykur þeytt saman – þar til hræran verður ljós og létt
  2. Súkkulaði og smjör brætt í vatnsbaði (skál yfir pott með vatni). Gæta þess að vatnið sjóði ekki – betra að bræða á vægum hita
  3. Súkkulaðblandan látin kólna og sett út í eggjarauðurnar – blandað saman (ef súkkulaðblandan er of heit þegar henni er blandað við eggjarauðurnar getur kremið orðið kornótt)
  4. Kakan sett á kökudisk og botninn látinn snúa upp (slétta hliðin) – kreminu smurt á og leyft að renna niður með hliðinni.
  5. Kakan er svolítið laus í sér alveg nýbökuð – best að búa hana til daginn áður og  geyma í kæli. Fallegt að skreyta með salthnetum

Meðlæti

Borin fram með þeyttum rjóma.

 

Slétta hliðin látin snúa upp

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*