Rautt pestó – í uppáhaldi

Rautt pestó - í uppáhaldi

  • Servings: /Magn: u.þ.b. 3 dl
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin. Hráefnið í pestó getur verið mjög frjálslegt – þegar þetta var gert var eingöngu notað það sem var við höndina þá stundina.  Pestóið þótti bragðgott – þess vegna set ég uppskriftina hér inn – líka til að gleyma ekki hvað hún hafði að geyma.

Forvinna

Hægt að búa til daginn áður.

Hráefni

  • 2 dl sólþurrkaðir tómatar
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 10 grænar ólífur
  • 2 msk tómatpúrra
  • 4 – 5 msk ólífuolía
  • 2 msk sólblómafræ
  • Tæplega hálfur avokadó
  • Nokkrir limedropar
  • Smá af muldum pipar
  • Væn lúka af basil

Verklýsing

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman

Meðlæti

Mjög gott með heimagerðu súrdeigsbrauði eins og t.d. Gott súrdeigsbrauð eða Súrdeigsbrauð bakað í potti.

IMG_6881

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*