Ofnbökuð ísterta

Ofnbökuð ísterta

  • Servings: fyrir 8 - 10
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi  uppskrift er gömul og kemur frá mömmu. Ekki er æskilegt að eiga afgang af tertunni þar sem ísinn bráðnar.

Forvinna

Svampbotninn er hægt að gera daginn áður eða fyrr um daginn. Það er mjög einfalt að baka svampbotn – tekur u.þ.b. 15 – 20 mínútur.

Hráefni

Svampbotn

  • 2 egg
  • 5 msk sykur
  • 3 msk hveiti
  • 3 msk kartöflumjöl
  • ½ tsk lyfitduft

Marengs og samsetning

  • 6 eggjahvítur
  • 75 g sykur
  • 1½ – 2 lítrar ís (upplagt að nota heimalagaðan ís)
  • Ávextir, karamellusósa (sjá – Eftirréttir) eða sælgæti eins og kókosbolla eða Nóakropp – eftir smekk
  • Koktailber til skrauts (má sleppa)

Verklýsing

Svampbotn

  1. Ofninn hitaður í 225°C
  2. Egg og sykur þeytt saman – þar til blandan verður létt og ljós
  3. Hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti – bætt varlega saman við blönduna (betra að sigta)
  4. Deigið sett í smurt 23 – 25 cm hringlaga form (ágætt að láta bökunarpappír í botninn)
  5. Bakað í 6 mínútur
  6. Tekið úr forminu og látið kólna

 

Marengs og samsetning

  1. Svampbotninn settur á disk (sem þolir að fara inn í ofn). Einnig er hægt að skera kökubotninn til og setja í eldfast mót
  2. Eggjahvítur hálfstífþeyttar og sykri bætt við – þeytt þar til eggjahvíturnar eru orðnar hvítar
  3. Ávextir, sælgæti og ís sett ofan á svampbotninn
  4. Eggjahvítuþeytingurinn er smurður yfir þannig að hann þeki alla kökuna. Einnig er hægt að setja hann í rjómasprautu og sprauta honum yfir
  5. Hægt að skreyta með koktailberjum
  6. Bakað í 2 – 3 mínútur – mikilvægt að ofninn sé kominn í 225°C. Gott að fylgjast með bakstrinum. Borið strax fram

IMG_0274

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*