Páskalegur forréttur með rækjum

Páskalegur forréttur með rækjum

  • Servings: fyrir u.þ.b. 8
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Frískandi og góður réttur frá mömmu en undanfarin ár hefur hún haft hann sem forrétt á páskadag.

Forvinna

Eggjablönduna er betra að gera daginn áður og geyma í kæli. Best er að láta rækjurnar þiðna í kæli yfir nótt.

Hráefni

Eggjablanda

  • Hálfur gulur laukur – saxaður smátt
  • 3 egg – harðsoðin
  • ½ dl olía
  • ½ dl sætt sinnep
  • Nýmalaður pipar

Annað hráefni

  • U.þ.b. 600 g rækjur
  • Maisbaunir – frosnar og soðnar eða niðursoðnar
  • Hugmyndir að skrauti: Sítrónusneið, steinselja, sneið/bátur af eggi, tómatsneið eða flís af niðurskorinni papriku

Verklýsing

Eggjablanda

  1. Egg harðsoðin. (Suðan látin koma upp – ekki of hratt þá springa eggin frekar. Láta vatnið sjóða en ekki bullsjóða í 9-10 mínútur)
  2. Egg kæld og skurnin tekin af. Skorin niður í eggjaskerara – a.m.k. þrisvar sinnum
  3. Olía og sinnep sett í skál – blandað saman. Söxuðum lauk og eggjum blandað saman við
  4. Smá pipar og smakkað til. Sett í kæli og leyft að taka sig – helst yfir nótt

Samsetning

Rækjum, maisbaunum og eggjablöndu raðað á disk. Skreytt t.d. með sítrónusneið, eggjasneið, steinselju og/eða öðru grænmeti.

IMG_0080

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*