Créme brulée með lime og engifer

Crème brulée með lime og engifer

  • Servings: 6 - 8 skálar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég í gömlu blaði en lime og engifer er í sérstöku uppáhaldi hjá mér – ekki mjög sterkt bragð af engifer og lime. Rétturinn er ágætur – finnst hann góður sem nettur eftirréttur og set hann því í litlar skálar.

Forvinna

Ágætt er að útbúa búðinginn daginn áður og geyma í kæli. Hann er tekinn út aðeins áður og þá er sykrinum stráð ofan á og búðingurinn grillaður í ofni eða með gashitara.

Hráefni

  • ½ l rjómi
  • 1 vanillustöng – klofin eftir endilöngu
  • 1 tsk rifin engiferrót
  • 5 eggjarauður
  • 100 – 125 g sykur
  • 1 tsk rifinn límónubörkur
  • 2-4 msk hrásykur

Verklýsing

  1. Rjómi, engifer, límónubörkur og vanillustöng – sett í pott og hitað að suðumarki
  2. Eggjarauður og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós
  3. Vanillustöngin tekin úr rjómanum og fræin skafin úr ofan í rjómann
  4. Heitum vanillurjóma hellt út í eggja- og sykurhræruna. Hrært vel saman og sett aftur í pottinn ásamt límónuberkinum
  5. Hitað rólega og hrært – passa að sjóði ekki (þá verður blandan kekkjótt)
  6. Hræra stöðugt í þar til búðingurinn þykknar – gott að miða við að búðingurinn sé tilbúinn þegar hann þekur mjög vel sleifina þegar henni er lyft upp úr pottinum. Það getur tekið drjúga stund að hræra og bíða eftir að búðingurinn þykkni þar sem betra er að hann sé frekar þykkur en má um leið ekki sjóða
  7. Skipta jafnt í 6 – 8 litlar kökuskálar/form sem þola hita og kælt.
  8. Hrásykri stráð jafnt yfir búðinginn og hann bræddur síðan með gashitatæki þar til skán myndast ofan á
  9. Þeir sem eiga ekki gashitatæki geta stillt ofninn á grill og bakað þar til sykurinn bráðnar.  Það sem skiptir mestu máli er að karamellan ofan á verði glansandi og stökk. Tekið úr ofninum – kælt aðeins og borið strax fram

2 Comments

  1. Ólafur Skúli

    Ekki getið í þessari krem brúlei uppskrift um bökunartíma, vantar ekki eitthvað ií leiðbeiningarnar?

    • Sæll Ólafur,
      Créme brulée-ið er ekki bakað ofni heldur hitað í potti og sett í glös/skálar. Síðan eru búðingurinn látinn jafna sig og glösin/skálarnar sett í kæli. Hrásykri er stráð yfir og hann bræddur með gashitara eða í ofni. Ef sykurinn er bræddur í ofni er notuð grillstilling þar til kominn er fallegur litur ofan á. Það sem kannski vantar er að þeir sem vilja að búðingurinn sé ekki kaldur þurfa að taka glösin út einhverju áður – mér finnst það persónulegra betra.
      Vonandi er þetta nógu skýrt.
      Kveðja, Hanna

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*