Gott á grillið – marineruð svínalund með kaldri sósu

Gott á grillið - marineruð svínalund með kaldri sósu

  • Servings: 6 manns
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Í þessari uppskrift er marineringin sérstaklega góð.  Svínalundirnar hafa verið reglulega á borðum í gegnum árin á heimilinu og þá sérstaklega að sumarlagi. Rétturinn er góð tilbreyting frá lamba- og nautakjötinu. Uppskriftina fékk ég fyrir mörgum árum frá uppskriftaklúbbi.

Forvinna

Kjötið þarf að liggja í marineringu í a.m.k. 6 klukkutíma og því gott að byrja daginn áður. 

Hráefni

Svínalundir

  • 2 stórar svínalundir
  • 3 – 4 hvítlauksrif – pressuð/söxuð
  • 1½ dl sojasósa
  • 1 dl matarolía
  • 1 msk worcestershiresósa
  • 2 – 3 dopar tabascosósa
  • Nýmalaður pipar

Köld sósa

  • 200 – 250 g sýrður rjómi eða grísk jógúrt
  • 1 dl majónes
  • ½ dl ferskur graslaukur
  • ½ dl fersk steinselja
  • ½ dl ferskt dill (eða ½ msk þurrkað dill)
  • Tabascosósa – nokkrir dropar
  • Worcestershiresósa – nokkrir dropar

Verklýsing

Svínalundir

  1. Allt hráefni nema svínalundir sett í skál og því blandað saman. Svínalundirnar settar út í og geymt í ísskáp í a.m.k. 6 – 12 tíma eða yfir nótt. Gott að nota til þess plastbox – fínst að snúa kjötinu við nokkrum sinnum
  2. Mér finnst best að loka kjötinu á grillinu og klára svo að stekja það í ofni.  Hitið grillið og kjötið steikt á öllum hliðum (fjórum hliðum ef hægt er) – þangað til það er fallega brúnt. Kjöthitamæli stungið í kjötið og hitinn lækkaður á grillinu (t.d. er hægt að slökkva á miðjubrennurunum og lækka í hinum).  Einnig er líka hægt að setja kjötið í 130°C heitan ofn. Gott að nota kjöthitamæli – yfirleitt mælt með að svínakjöt nái a.m.k. 70°C, svo best að taka það út þegar það er komið í 65°C því hitastigið hækkar áfram eftir að kjötið er tekið út. Látið svo kjötið standa smá stund eftir steikingu til að það jafni sig og nái réttu hitastigi.  Kjötið er svo skorið í sneiðar, mér finnst best að skera það í þunnar sneiðar.

 

Köld sósa

  1. Sýrður rjómi, majónes, tabascosósa og worcestersósa sett í skál – hrært
  2. Graslaukur, steinselja og dill saxað og hrært saman við

Meðlæti

Borið fram með salati, bökuðum kartöflum, kartöflusalati eins og t.d.Kartöflusalat eða Kartöflusalatið góða.

Svínalundir í marineringu

 

Svínalundir grillaðar

Hitinn lækkaður á grillinu – kjöthitamæli stungið í og eldað áfram á grillinu

eða lundirnar settar inn í ofn

 

 

Köld sósa – hráefni

Í vinnslu

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*