Gott á grillið – marineruð svínalund með kaldri sósu

Gott á grillið – marineruð svínalund með kaldri sósu

Gott á grillið - marineruð svínalund með kaldri sósu

 • Servings: 6 manns
 • Tími: 6 -12 tíma í marineringu
 • Difficulty: auðvelt
 • Prenta

Uppruni

Í þessari uppskrift er marineringin sérstaklega góð.  Svínalundirnar hafa verið reglulega á borðum í gegnum árin á heimilinu og þá sérstaklega að sumarlagi. Rétturinn er góð tilbreyting frá lamba- og nautakjötinu. Uppskriftina fékk ég fyrir mörgum árum frá uppskriftaklúbbi.

Forvinna

Kjötið þarf að liggja í marineringu í a.m.k. 6 klukkutíma og því gott að byrja daginn áður. 

Hráefni

Svínalundir

 • 2 stórar svínalundir
 • 3 – 4 hvítlauksrif – pressuð/söxuð
 • 1½ dl sojasósa
 • 1 dl matarolía
 • 1 msk worcestershiresósa
 • 2 – 3 dopar tabascosósa
 • Nýmalaður pipar

Köld sósa

 • 200 – 250 g sýrður rjómi
 • 1 dl majónes
 • ½ dl ferskur graslaukur
 • ½ dl fersk steinselja
 • ½ dl ferskt dill
 • Tabascosósa
 • Worcestershiresósa

Verklýsing

Svínalundir

 1. Allt hráefni nema svínalundir sett í skál og því blandað saman. Svínalundirnar settar út í og geymt í ísskáp í a.m.k. 6 – 12 tíma eða yfir nótt. Gott að nota til þess plastbox t.d. undan ís. Snúa kjötinu við nokkrum sinnum
 2. Hitið grillið og steikið báðum megin – tími háð hita á grillinu. Það ætti að taka 10-12 mínútur – passa að snúa kjötinu reglulega. Einnig er hægt að loka kjötinu á grilli og setja síðan í 100°C heitan ofn. Gott að nota kjöthitamæli – yfirleitt mælt með að svínakjöt nái a.m.k. 70°C (65°C fyrir þá sem vilja að kjötið sé aðeins rautt í miðjunni). Látið kjötið standa smá stund eftir steikingu – skorið í sneiðar

 

Köld sósa

 1. Sýrður rjómi, majónes, tabascosósa og worcestersósa sett í skál – hrært
 2. Graslaukur, steinselja og dill saxað og hrært saman við

Meðlæti

Borið fram með salati, bökuðum kartöflum, kartöflusalati (t.d. Kartöflusalatið góða) eða ofnbökuðum kartöfluskífum eða strimlum.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*