Alvöru ítalskt lasagna – Lasagne al sugo antico

Alvöru ítalskt lasagna - Lasagne al sugo antico

  • Servings: 7 -8 manns
  • Difficulty: smá dútl
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er komin frá ítalskri fjölskyldu í Flórens þar sem við dvöldum í einu sumarfríinu. Þetta tekur allt sinn tíma en æfingin skapar meistarann. Það er gaman að fara eftir þessari uppskrift og fylgir henni skemmtileg ítölsk stemning.  Um daginn bjó Heba dóttir mín til þennan rétt og mikið var ha

Forvinna

Kjótsósan verður bara betri daginn eftir og því upplagt að gera hana áður.  Það má líka gera réttinn daginn áður og þá er hann bara tilbúinn til að fara í ofninn.

 

Hráefni

Kjötsósa

  • 2 rauðlaukar
  • 3 gulrætur
  • 1 selleristöngull
  • 200 ml extra virgin olia – til steikingar
  • 30 g af þurrkuðum sveppum – t.d. kóngssveppir
  • Ítölsk svínapylsa – má sleppa enda erfitt að fá hana hér á landi
  • 1 sneið occo bucco (kjötsneið eins og lærissneið – hef keypt frosnar sneiðar í Kjötgallery, skipt kjötsneiðunum niður og geymt í frysti. Nota eina kjötsneið í hvert skipti)
  • 300 g svínahakk
  • 300 g nautahakk
  • 2 lárviðarlauf
  • 4 sneiðar af sítrónuberki. Strimlar af berki skornar af sítrónu – hafa sem minnst af hvítu með
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 stilkar rósmarín
  • 4 blöð salvía
  • Salt og pipar
  • 2½ dl rauðvín (má vera 2 dl rauðvín og ½ dl Marsala)
  • 60 g rifinn parmesanostur
  • Kanill á hnífsoddi
  • Múskat
  • Steinselja
  • 450 g niðursoðnir tómatar (eða 600 g ferskir)

 

Bechamelsósa

  • 60 g smjör
  • 80 g hveiti
  • 2 l mjólk
  • Salt
  • Múskat

 

Pasta

  • 400 – 500 g ferskar lasagnaplötur (má líka nota plötur úr pakka)

Verklýsing

Ath. nákvæm uppskrift er hér fyrir neðan – það má alveg vera smá kærulaus og hagræða tímanum eftir því sem hentar.

Kjötsósa

  1. Laukur, gulrætur og selleri fínhakkað – sett í pott með olíu og látið malla á meðalhita í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt og laukurinn gegnsær
  2. Þurrkaðir sveppir lagðir í bleyti í 10 mínútur
  3. Pylsan skorin í litla bita, occo bucco kjötsneiðin, sítrónubörkur og lárviðarlauf bætt við og steikt í 2-3 mínútur þangað til að kjötstykkið hefur tekið lit
  4. Litlir bitar gerðir úr svína- og nautahakkinu og sett á plastbretti – sjá mynd fyrir neðan
  5. Hakkbitunum bætt við – steikt og hrært. Mikilvægt að það brenni ekki – kjötið á að steikja á meðalhita í u.þ.b. 20 mínútur
  6. Fínhakka sveppina og þeir settir út í
  7. Fínhakka persilju, hvítlauk, rósmarín og salvíu – bætt í pottinn, hræra vel í botninn. Kryddað með kanil, múskati, salti og pipar
  8. Rauðvíni hellt út í og allt og soðið þar til vínandinn er farinn úr – u.þ.b. 5 mínútur. Hitinn lækkaður og látið malla í 20 mínútur – hrært reglulega í og bætt við vatni ef með þarf
  9. Niðursoðnir tómatar settir út í (eða ferskir afhýddir tómatar – upplagt að nota tómata sem eru orðnir gamlir)
  10. Látið malla í klukkustund (hræra í öðru hvoru) á vægum hita þar til sósan hefur náð góðum þéttleika
  11. Kjötstykkið tekið upp úr og beinið fjarlægt. Kjötið skorið í litla bita og sett aftur í sósuna. Látið malla í 30 mínútur til viðbótar

Bechamelsósa

  1. Smjörið brætt á lágum hita. Hveiti bætt við og hrært með trésleif þar til hæran er jöfn og fallega gul
  2. Mjólk hituð og hellt saman við.  Stöðugt hrært í til að forðast kekki – gott að nota þeytara. Ef sósan er kekkjótt þarf að sigta hana
  3. Sjóða a.m.k. í 15 mínútur og hræra stöðugt

Samsetning

  1. Ofninn hitaður í 175°C (blásturstilling)
  2. Béchamelsósa sett neðst í eldfast mót og fyrsta lagið af lasagnaplötum lagt ofan á. Kjötsósu hellt yfir. Þá kemur lag af béchamelsósu og parmesanosti stráð yfir. Þá koma pastaplötur, kjötsósa og béchamelsósa til skiptis. Að lokum er parmesanosti stráð yfir
  3. Látið bakast í ofni í 20 – 30 mínútur (Ef ekki er notað ferskt pasta gæti tíminn lengst í 50-60 mínútur)

 

lasagnamyndend

Meðlæti

Borið fram með fersku salati og nýbökuðu brauði t.d. sólarhringsbrauði eða hvítlauks- og ólífubrauði.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*