Kjöt í hnetusósu

Kjöt í hnetusósu

  • Servings: fyrir 4
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann í dagblaði fyrir mörgum árum. Sósan er mjög einföld og þó að kjötið nái ekki að vera í marineringu í 2-3 tíma þá er þetta fínn réttur.

Forvinna

Sósuna er hægt að gera töluvert áður.

Hráefni

Kjöt og marinering

  • 500 g kjúklingur/svínakjöt
  • 2 msk rautt curry paste
  • 2 msk sojasósa
  • 1,5 dl kókosmjólk
  • 1 tsk salt
  • 1 msk sykur

Sósa

  • 2 msk curry paste
  • 4 dl kókosmjólk
  • 3 msk sykur
  • 4 msk hnetusmjör
  • 2 msk hakkaðar jarðhnetur
  • 2 msk tamarin sósa

Verklýsing

Marinering

  1. Öllum hráefnum blandað saman í skál og kjúklingur/svínakjöt sett í (ágætt að skera kjötið niður í bita) – látið vera í 2-3 tíma

Sósa

  1. Kókosmjólk og curry paste sett í pott og látið malla í u.þ.b. 10 mínútur. Sykur, jarðhnetur og tamarin sósa sett út í
  2. Hnetusmjörinu bætt út í síðast og sósan látin malla aðeins

Meðlæti

Gott með hrísgrjónum og salati.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*