Frábær karamellusósa

Frábær karamellusósa

  • Servings: /Magn: u.þ.b. 2 - 3 dl
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég á netinu en er búin að breyta henni aðeins. Man því miður ekki alveg hvar en hún er mjög góð.

Hráefni

  • 2½ dl sykur
  • 1 dl vatn
  • 1½ dl rjómi eða matreiðslurjómi
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk vanilluessen
  • Smjörklípa

Verklýsing

  1. Blanda saman rjóma, salti og vanilluessen í skál/könnu
  2. Sykur og vatn sett í pott – hrært saman
  3. Hitað upp og haft á meðalhita – passa að láta ekki sjóða um of. Mikilvægt að hræra ekki í á meðan soðið er – tekur u.þ.b. 15-20 mínútur eða þangað til liturinn er orðinn gullinbrúnn
  4. Ekki hefur gefið góða raun að stoppa suðuna og halda áfram síðar. Best að fylgjast vel með suðunni
  5. Þegar sykurblandan er orðin gullinbrún er potturinn tekinn af hellunni og rjómablöndunni hellt í – þá getur myndast mikil suða – hræra rólega þar til blandan verður slétt. Má hafa á mjög lágum hita
  6. Smjörklípa sett í karamellublönduna í lokin – blandað saman við

Meðlæti

Karamellusósan er frábær með ís og ofan á súkkulaðiköku eða til að nota í frappoccino.

Ath: Ekki hræra í sósunni á meðan sykurinn er að dökkna – mikilvægt að fylgjast vel með þegar hann byrjar að dökkna-  það gerist hratt og sykurblandan má ekki verða of dökk  

img_0927

Hrært þar til blandan verður slétt og fín – má setja á helluna aftur á lágum hita 

img_0922

img_0938

 

Upplagt að geyma í krukku í kæli – geymist vel í nokkra daga

img_0888

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*