Steikt ýsa í raspi a´la Heimir

Steikt ýsa í raspi a´la Heimir

Steikt ýsa í raspi a´la Heimir

 • Servings: fyrir 5 - 7
 • Tími: 1 klukkustund
 • Difficulty: auðvelt
 • Prenta

Uppruni

Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá börnunum og á húsbóndinn heiðurinn af henni.

Hráefni

 • 1 kg roðlaus ýsuflök
 • Brauðrasp
 • Egg
 • Seasoned salt
 • Garlic pepper
 • Olía til steikingar

Verklýsing

 1. Fiskurinn skorinn í hæfilega bita
 2. Rasp sett í skál og pískað egg í annarri
 3. Fiskbitunum velt fyrst upp úr eggi og síðan raspinu. Bitunum raðað á bretti eða borðplötu
 4. Allur fiskurinn kryddaður á báðum hliðum með seasones salt og garlic pepper
 5. Olía sett á pönnu og hún hituð – fiskurinn steiktur á báðum hliðum í u.þ.b. 2 mínútur í töluverðri olíu.  Þegar fiskurinn er tilbúinn er hann lagður til hliðar og meira steikt – gott að setja þá meiri olíu

Meðlæti

Hrísgrjón eða kartöflur ásamt salati.  Á mínu heimili borða sumir tilbúið remúlaði með en einnig er hægt að gera sitt eigið með því að hræra saman sýrðum rjóma og sweet relish.

steikturfiskur

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*