Ofnbakaður saltfiskur að hætti Portúgala

Ofnbakaður saltfiskur að hætti Portúgala

Ofnbakaður saltfiskur að hætti Portúgala

 • Servings: 8-10 manns
 • Tími: 2 tíma
 • Difficulty: miðlungs
 • Prenta

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá Sólveigu, sem býr í Portúgal, en saltfiskur er veislumatur þar. Hann er oft á borðum hjá okkur á föstudaginn langa. Stundum helminga ég uppskriftina en þá er hún mátuleg í eitt fat og dugar fyrir 4 – 5.

Forvinna

Hægt er að útbúa réttinn fyrr um daginn og eiga bara eftir að setja hann í ofninn.

Hráefni

 • 1,3 kg útvatnaður saltfiskur
 • 1 kg kartöflur
 • 4-6 laukar (600 g) – saxaður
 • 1-2 dl ólífuolía
 • 3-4 hvítlauksrif – pressuð
 • ½ l matreiðslurjómi
 • 2 dl mjólk
 • 200 g ostur
 • 3 stífþeyttar eggjahvítur
 • 3 harðsoðin egg
 • pipar, múskat, steinselja
 • Smjör og olía til steikingar

Verklýsing

 1. Saltfiskurinn soðin: Fiskurinn settur í vatn með köldu vatni og suðan látin koma upp.  Htinn lækkaður og fiskurinn er látin sjóða í u.þ.b. 10 -15 mínútur (háð stærð bitana).  ATH. Fiskurinn má alls ekki bullsjóða – þá verður hann þurr. Kartöflur soðnar: Kartöflur settar í kalt vatn og suðan látin koma upp. Hitinn lækkaður og kartöflurnar soðnar í u.þ.b. 20 mínútur.  Eggin soðin: Eggin sett í pott með köldu vatni og suðan látin koma upp.  Hitinn lækkaður og eggin látin sjóða í 8 – 10 mínútur
 2. Olía og aðeins að smjöri sett í pott. Hvítlaukur og laukur sett í pottinn – látið malla á lágum hita á meðan saltfiskur og kartöflur er soðið. Mikilvægt að laukurinn fái að malla góða stund á lágum hita – bragðið verður mildara og með smá sætum keim.
 3. Fiskurinn hreinsaður, skorinn í litla bita og bætt út í laukinn
 4. Mjólk/rjóma hellt í og verður kássan að þykkum jafningi
 5. Osturinn rifinn og 3/4 af honum bætt út í
 6. Steinselju og pipar bætt við
 7. Kartöflur flysjaðar, skornar í sneiðar og settar í botninn á smurðu eldföstu móti
 8. Smávegis af múskati stráð yfir
 9. Stífþeyttum eggjahvítum blandað varlega saman við fiskikássuna og hellt yfir kartöflurnar
 10. Eggjabátar settir ofan á, og 1/4 af rifna ostinum stráð yfir. Einnig gott að rífa parmesanost yfir ef hann er til
 11. Bakað í ofni við 180°C í 30-45 mínútur

Meðlæti

Borið fram með salati og nýbökuðu brauði.

Saltfiskréttur í vinnslu

IMG_2465

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*