Sænskar kjötbollur – þær allra bestu

Sænskar kjötbollur - þær allra bestu

  • Servings: fyrir 8
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og hefur hún verið oft á borðum hjá henni. Bollurnar hafa bæði verið eldaðar sem kvöldmatur og sóma þær sér einnig vel á hlaðborði í veislum. Þær eru sérstaklega góðar og vinsælar en ókostur að matreiðslan er svolítið tímafrek.  Best er að útbúa nóg af bollum og eiga afgang en kosturinn við það er hvað þessar bollur eru einstaklega góðar daginn eftir.

Forvinna

Kjötbollurnar er hægt að laga töluvert áður og geyma ósteiktar á diski í ísskáp.

Hráefni

Kjötbollur

  • 1200 g hakk (600 g svína- og 600 g nautahakk)
  • 2 dl rasp
  • 4 dl mjólk
  • 3 tsk salt
  • ¼ tsk nýmalaður pipar
  • 1 egg
  • 1 laukur
  • 2 msk kapers – söxuð smátt
  • Olía til steikingar

 

Sósa – ágætt að miða við 1 dl af sósu á mann

  • 6 – 8 dl soð
  • ½ -1 dl af hveiti eða sósujafnari
  • Pipar, salt og rifsberjasulta/sykur
  • Gott að hafa græn piparkorn – niðursoðin eða þurrkuð
  • Ef til eru þurrkaðir sveppir má taka nokkrar sneiðar og mylja í morteli – þar til það verður fínt duft
  • Rjómi/nýmjólk
  • Sósulitur (má sleppa)

Verklýsing

Kjötbollur

  1. Mjólk og rasp blandað saman í hrærivélarskál og látið standa í 10 mínútur
  2. Laukur – skorinn mjög smátt – steiktur við vægan hita þar til hann verður glær.  Honum er bætt í hrærivélarskálina ásamt saltinu – blandað saman
  3. Annað hráefni sett í hrærivélarskálina og hrært saman – passa að það verði ekki of blautt
  4. Kúlur mótaðar og settar á disk (nauðsynlegt að setja plastfilmu á milli hæða) – gott að nota litla skeið þannig að kúlurnar verði allar í svipaðri stærð
  5. Kjötbollur steiktar þar til kominn er fallegur litur á þær – þá eru þær settar í pott (setja smá olíu í botninn) og látnar malla á lágum hita með loki. Gott að hrista pottinn aðeins öðru hverju. Nota stillingu 12 af 15 við steikingu og 2 fyrir pottinn.

    Ef laukurinn er ekki vel saxaður á hann það til að festast á pönnunni þegar kjötbollurnar eru steiktar. Þá er betra að hreinsa pönnuna vel á milli steikinga. Sumir steikja bollurnar í ofni – hef ekki prófað það en ætla mér að gera það við tækifæri

Sósa

  1. Vatn hitað að suðu og u.þ.b. 2 matskeiðar af kjötkrafti (svína-, nauta- eða lambakrafti) sett út í
  2. Sósujafnari tekinn fram eða smá vatn og hveiti hrist í hristiglasi  (setja vatnið fyrst)
  3. Potturinn er tekinn af hellunni og hveitiblöndunni hellt í mjórri bunu um leið og hrært er í með pískara
  4. Potturinn settur aftur á helluna og hrært í þar til sósan fer að þykkna . Ef sósujafnari er notaður eru honum bætt við og hrært þar til sósan er orðin hæfilega þykk
  5. Rjóma eða nýmjólk hellt út í
  6. Bragðbætt með salti, pipar, sætu, grænum piparkornum og sveppaduftinu (má sleppa)
  7. Gott að setja smá af soðinu, sem rennur af kjötbollunum í pottinum, í sósuna í lokin

Meðlæti

Borið fram með fersku salati, soðnum kartöflum, kartöflustöppu eða hrísgrjónum. Ef bollurnar eru á veisluborði er gott að hita þær í ofninum og bera fram með súrsætri chili-sósu.

Geymsla

Bollurnar geymast vel í frysti.

IMG_0992


IMG_7726
IMG_9435

One Comment

  1. María Helga Guðmundsdóttir

    Svona bollur baka ég alltaf í ofni, get gert 3 – 4 skúffur í einu á blæstri. bara muna að hrista aðeins skúffurnar reglulega.. svo hef eg notað smjörpappír undir, það léttir verkið enn frekar 🙂 Hita ofnin og set inn jafnóðum fyrst myðja svo undir og yfir,,

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*