Himnesk fiskisúpa

Himnesk fiskisúpa

  • Servings: fyrir 4 - 6
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá Frú Sigríði.

Forvinna

Liður 1. – 3. í Verklýsingu.

Hráefni

  • 1 saxaður laukur
  • 1-2 selleristönglar í bitum
  • 2 gulrætur
  • Gul papríka
  • 1 l fiskisoð (teningar eða Oscar)
  • 1 dós saxaðir tómatar/krukka af lífrænum tómötum
  • 1 Camenbert ostur – skorinn í bita
  • 100 g rjómaostur/humarostur
  • ¼ l rjómi
  • 1 dl hvítvín/mysa
  • 600 g fiskur (lúða, þorskur, blálanga, lax, skelfiskur eða hvað sem er)
  • Salt og nýmalaður pipar
  • Olía til steikingar

Verklýsing

  1. Laukur og niðurskorið grænmeti látið krauma í olíu
  2. Fiskisoð og tómatar sett út í og soðið í 15 – 20 mínútur. Fiskurinn skorinn í bita og salti stráð yfir
  3. Osturinn settur út í og slökkt undir pottinum. Látið standa í ½-1 klst. eða lengur – jafnvel yfir nótt. Hýðið af ostinum fjarlægt
  4. Rjóma og hvítvíni/mysu hellt út í og suðan látin koma upp
  5. Fiskurinn látinn sjóða í súpunni í örskamma stund. Pipar stráð yfir í lokin

Meðlæti

Nýbakað brauð.

 

Ath. Þessi súpa er alltaf betri daginn eftir.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*