Saltkjötsbollur

Saltkjötsbollur

  • Servings: 6 manns - 22 bollur í stærri kantinum
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá tengdafjölskyldu minni. Salkjötsbollur voru spari-hversdagsmatur heima hjá Frú Sigríði í Páls Briemsgötu á sínum tíma. Þá byrjaði uppskriftin svona: Salkjöt lagt í bleyti yfir nótt. Nú förum við í Fjarðarkaup og kaupum hakkið tilbúið.

Hráefni

Bollur

  • 1 kg hakkað saltkjöt (Til þess að draga aðeins úr óhollustunni breytir engu að skipta út 300 g af kjötinu fyrir 300 g af nýju kindahakki)
  • 400 g hráar kartöflur – flysjaðar ef með þarf
  • 300 g laukur
  • 3 msk (kúfaðar) hveiti
  • 2 msk (kúfaðar) kartöflumjöl
  • Olía til steikingar

Sósa

  • Vatn, kjötkrafur (nauta)
  • Sósulitur
  • Hveitihristingur og salt ef með þarf

Verklýsing

Bollur

  1. Skál með sigti er sett undir hakkavélina. Kartöflur og laukur skorið í bita og hakkað
  2. Hvolft úr sigtinu (vökvinn í skálinni skilinn eftir) í hrærivélarskálina. Þá tekur hnoðarinn við og hnoðar þessu saman við kjötið í dágóða stund eða þar til hræran er orðin þétt og einlit
  3. Hveiti og kartöflumjöl sett út í – ein msk. í senn og hnoðað á milli
  4. Bollurnar mótaðar með djúpri súpuskeið og lófanum og steiktar í olíu á meðalhita þar til þær verða fallega brúnar (ágætt að dýfa skeiðinni í vatn annað slagið)
  5. Vatn, kjötkraftur (hálfur teningur) og sósulitur sett í pott og bollurnar út í (vatnið nær aðeins yfir). Látið sjóða í 3 mínútur
  6. Má standa góða stund – bollurnar settar í skál

 

Sósa

  1. Mátulegt magn af vatni fyrir sósuna skilið eftir í pottinum og suðan látin koma upp
  2. Hveitihristingi hellt út í þar til sósan verður nægilega þykk
  3. Smakkað til með salti og hresst upp á litinn ef þurfa þykir

Meðlæti

Borið fram með soðnum kartöflum, salati og rauðri sultu t.d. rifs- eða jarðarberjasultu.

Geymsla

Bollurnar geymast ágætlega í kæli í 2-3 daga.

Sósan í vinnslu

     

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*