Spínatvöfflur með laxi og piparrótarsósu


IMG_8647

Spínatvöfflur með lax og piparrótarsósu

  • Servings: u.þ.b. 10 vöfflur
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Uppskriftina fann ég á sænskri netsíðu. Hef boðið upp á réttinn bæði sem smárétt og forrétt. Vöfflurnar eru líka mjög góðar einar og sér og upplagt að rista þær daginn eftir.

Hráefni

Vöfflur

  • 100 g smjör
  • 225 g fínmalað spelt (4 dl)
  • 150 g fryst spínat
  • 2 tsk lyftiduft
  • ½ tsk gróft salt
  • 2 egg
  • 4½ dl mjólk

Sósa

  • 2½ dl grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • 1 grófsaxað epli
  • 2 msk rifin piparrót
  • ¼ tsk grófar saltflögur

Skraut

  • Ferskt dill
  • Grófmalaður pipar
  • Reyktur lax – skorinn í sneiðar

Verklýsing

Vöfflur

  1. Spínatið látið þiðna og vatnið kreist úr. Hakkað fínt
  2. Smjör brætt
  3. Spelt, salt og lyftiduft blandað saman. Egg og mjólk sett út í og hrært saman
  4. Spínati og smjöri bætt við og blandað vel saman
  5. Vöfflurnar bakaðar

Sósa

  1. Niðurskorið epli og rifin piparrót sett út í sýrðan rjóma – hrært
  2. Gott að láta sósuna standa í smá tíma áður en hún er borin fram

Skraut

  1. Laxasneið sett á hvert vöfflulauf ásamt piparrótarsósu
  2. Skreytt með dilli og muldum pipar
  3. Vöfflurnar eru bestar nýbakaðar en alltaf er hægt að velgja þær í ofni ef með þarf – lax og sósa síðan sett á

Geymsla

Deigið geymist vel í kæli. Fínt að velgja vöfflurnar í brauðristinni daginn eftir.

spinatvöfflur

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*