Lausfryst rifsber – gleðja í skammdeginu

Fryst rifsber - gott að eiga

  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Yfirleitt bý ég ekki til rifsberjahlaup nema úr hluta af rifsberjauppskerunni.  Það er hægt að nota berin í svo margt annað og því upplagt að eiga þau fryst.   Best að hafa stilkana með og tína berin frá áður en þau þiðna.

Vinnsla 

Best að lausfrysta berin þegar þau eru orðin fallega rauð.  Yfirleitt set ég þau beint í poka eða glerkrukkur án þess að skola þau.  Ef berin eru skoluð er mikilvægt að láta þau þorna vel áður en þau eru sett í frystinn. Ég er stundum með sér krukku/poka fyrir fallegustu berjaklasana til að eiga þá sem skraut á kökur yfir vetratímann.

 

Hugmyndir

Í hvað er hægt að nota fryst rifsber?

Geymsla: Geymist vel í frysti allan veturinn og jafnvel lengur.

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*