Bestu Brioche hamborgarabrauðin

  • Servings: 10 - 12
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þegar bjóða á upp á djúsi borgara, smjörsteikta humarloku eða góða steikarsamloku er fátt betra en heimabakað Brioche brauð. Brauðin eru best nýbökuð en þau má einnig frysta.  Einnig má gera smábrauð en þá geta brauðið orðið u.þ.b. 35 talsins.

 

Hráefni

  • 25 g pressuger eða 6 g þurrger (u.þ.b. 3 tsk)
  • 1 egg
  • 1 dl vatn
  • 2 dl mjólk
  • 2½ msk sykur
  • 1 tsk salt
  • 8 dl hveiti
  • 100 g smjör – við sofuhita
  • 1 egg til að pensla með

Verklýsing

  1. Mjólk og vatn velgt í potti (alls ekki heitara en 37°C – frekar aðeins kaldara)
  2. Ger sett i skál og mjólkurblöndunni blandað saman við
  3. Sykur, salt, egg og hveiti sett út í og deigið hnoðað í 5 mínutur
  4. Smjörbitum bætt við … einum í einu og deigið hnoðað í 10 mínútur til viðbótar. Ef hnoðað er kröftuglega er vissara að fylgjast með að vélin endi ekki á gólfinu.  Deigið verður svolítið teygjanlegt þegar það er hnoðað svona lengi
  5. Klútur eða plastfilma  sett yfir og deigið látið hefast í 1 klukkustund (má fara alveg upp í 2 klukkustundir)
  6. Deigið sett á hveitistráða borðplötu og skipt í 10 -12 bita (hver biti er 80 -100 g) – bollur mótaðar og settar á ofnplötu með bökunarpappír.  Hver bolla flött aðeins út með því að leggja spaða lauslega á hana
  7. Viskustykki lagt yfir og bollurnar látnar hefast í 45 mínútur
  8. Ofninn hitaður í 200°C (blásturstilling)
  9. Bollurnar penslaðar með pískuðu eggi (egg hrært saman)
  10. Bakaðar í 10 – 15 mínútur. Fylgjast með síðustu mínúturnar svo að þær verði ekki of dökkar

 

Látið hefast í skálinni eða í lokuðu plastboxi 

Eftir tæplega tveggja klukkustunda hefingu

 

Spaði lagður létt á…

 

Briochesmábrauð í vinnslu…

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*