Nammiþrusa með smá hollustu

Einföld nammiþrusa með fræjum

  • Servings: /Magn: 20 - 30 bitar
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Það er fátt betra en góður moli með kaffinu og hvað þá ef hann er lagskiptur með sætu og fræjum.  Einföld þrusa sem gott er að eiga í frysti og næla sér í með kaffisopanum.  Það má einnig borða bitana með berjum og rjóma og þá er kominn þessi fínasti eftirréttur.

 

Hráefni

  • 100 g suðusúkkulaði
  • 3 dl (1 dl í hvert lag) fræ eins og seasamfræ, sólblómafræ, graskersfræ og/eða birkifræ
  •  3 stk Rólórúllur + 1 msk vatn
  • ½ – 1 dl hnetur – grófsaxaðar
  • 1 poki Þristastubbar (130 g)  + 2 msk vatn (ágætt að skera stubbana niður til að flýta fyrir bráðnun)

Verklýsing

  1. Suðusúkkulaði brætt í heitu vatnsbaði (skál sett yfir pott sem er hálffullur af vatni – hitað) þar til það er að mestu bráðnað.  Skálin tekin af pottinum og hrært þar til súkkulaðið er alveg bráðnað
  2. Smjörpappír lagður í form sem er u.þ.b. 30 x 25 cm með bökunarpappír (einnig hægt að nota ofnskúffu með bökunarpappír)  – bráðnuðu súkkulaðinu dreift yfir með sleikju
  3. 1 dl af blönduðum fræjum dreift yfir (sjá mynd)
  4. Þrjár Rólórúllur settar í skálina og bræddar yfir heitu vatnsbaði í pottinum.  1 msk af vatni bætt við og hrært í þar til blandan/karamellan verðru slétt.  Blöndunni/karamellunni hellt yfir fræin
  5. 1 dl af blönduðum fræjum dreift yfir að nýju ásamt hnetubitum
  6. Þristastubbar skornir í bita og settir í skálina ásamt 2 msk af vatni og brætt yfir heitu vatnsbaði.  Hrært saman þar til stærstu bitarnir eru bráðnaðir
  7. Blöndunni hellt yfir – hægt að nota sleikju til að dreifa betur úr. Það er samt ekki nauðsynlegt að blandan nái yfir allt.  Því sem eftir er af fræjum er stráð yfir – sett í frystinn og látið harðna
  8. Tekið úr frysti og skorið í litla bita

 

 

Bitar bornir fram með rjóma og jarðarberjum

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*