Heitt súkkulaði á köldum vetrardegi

Heitt kakó - einfalt og fljótlegt

  • Servings: Risastór bolli eða 2 venjulegir
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Stundum er stemning fyrir kakó og þá sérstaklega þegar kalt er í veðri.  Þegar ég var lítil fékk ég oft kakó hjá frænkum mínum.  Á sparidögum settu þær suðusúkkulaði í kakóið og jafnvel örlítið af vanillu en börnunum mínum finnst suðusúkkulaðið ómissandi.  Þessi grunnuppskrift hefur alltaf fylgt mér – einföld og fljótleg.

Hráefni

  • 1 msk kakó
  • 2 msk sykur
  • ¼ – ½ dl vatn
  • 4 dl mjólk

Viðbót

  • 4 – 6 bitar suðusúkkulaði
  • Vanilludropar/vanillusykur eða vanilluduft fyrir þá sem eru hrifnir af vanillubragði

 

Verklýsing

  1. Kakó, sykur og vatn sett í pott og hitað að suðu
  2. Mjólk bætt saman við og hitað aftur að suðu.  Varúð.  Mjólk sýður mjög auðveldlega upp úr þannig að það er mikilvægt að fylgjast vel með og hræra reglulega
  3. Suðusúkkulaðibitum bætt við og látið bráðna saman við – hrært.  Vanillu bætt við fyrir þá sem það kjósa
  4. Borið fram með þeyttum rjóma

Kakó í vinnslu

 

Suðusúkkulaði bætt við

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*