Súrdeigspönnukökur

Góðar súrdeigspönnukökur

  • Servings: /Magn:10 - 12 stk
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Mér finnst alltaf gaman að finna nýjar uppskriftir að pönnukökum.  Það er svo skemmtilegt að þær má bæði „dressa“ upp og niður.  Í fínustu hádegisboðum punta þær borðið og gleðja bragðlaukana en svo er auðvelt að eiga deig í kæli og skella í pönnsur með hrísgrjónagrautnum.  Ef deigið er til í ísskápnum geta stálpuð börn einfaldlega fengið sér nýbakaða pönnsu þegar þau koma heim úr skólanum.  Sá þessa uppskrift í bandarískri kokkabók hjá frænku minni og fannst hún spennandi.  Ákvað að skella í þær og finnst þær góðar og flott viðbót í pönnsuflóruna hér á síðunni.

 

Hráefni

  • 1 bolli súrdeigsgrunnur
  • 1 bolli hveiti
  • ½ – 1 bolli mjólk
  • ¼ tsk salt
  • 1 msk sykur
  • ½ tsk lyftiduft
  • 1 egg
  • 1 tsk smjör/olía

Verklýsing

  1. Mjólk, súrdeigsgrunnur, og hveiti blandað saman – svolítið frjálst með mjólkina – ræðst af þykktinni á súrdeigsgrunninum – látið standa í 1 klukkustund
  2. Afgangi af hráefnum blandað saman við
  3. Panna hituð… látið bakast á fyrri hliðinni í nokkrar mínútur, snúið við og tekið af þegar fallegur litur er kominn á pönnukökuna. Ath. stundum getur verið snúið að finna rétta hitann en það er gott að miða við að réttur hiti sé kominn þegar pönnukakan nær að bakast í gegn (sjá mynd fyrir neðan) án þess að verða of dökk…ágætt að miða við að setja fyrst aðeins hærri hita og lækka fljótlega í meðalhita
  4. Hægt að halda pönnukökunum heitum í 180°C heitum ofni en ekki lengur en í 15 mínútur

Meðlæti:  T.d. hunang/síróp, ávextir og jafnvel rjómi. Einnig góðar bara með smjöri og góðum osti

Geymsla:  Eru bestar nýbakaðar eða daginn eftir – jafnvel góðar í nokkra daga við stofuhita.  Það má einnig ferska þær aðeins upp með því að stinga þeim í brauðristina.

 

 

Gott að pönnukakan nái að bakast í gegn án þess að verða of dökk

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*