Pavlova – sumarleg og góð

Pavlova með marsipani

  • Servings: 6 - 8
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það er fátt sumarlegra en að bjóða upp á pavlovu.  Það er skemmtilegt hvað það eru til margar útgáfur af henni og er það helst fyllingin sem er mismunandi.  Að þessu sinni er marengsinn aðeins öðruvísi þar sem hann er með marsipani.  Eins og með aðrar pavlovur er gott að búa marengsinn til daginn áður og þá er lítið annað eftir en að útbúa fyllinguna sem er hér mjög einföld. Svo er bara að skreyta hana með ferskum berjum og þá stenst hana enginn.

 

Hráefni

  • 4 eggjahvítur
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • 2½ dl flórsykur
  • 100 g marsipan – rifið

 

Fylling

  • 3½ dl rjómi
  • 1½ dl grísk jógúrt
  • 1 vanillustöng – skorin í tvennt og vanillukorn hreinsuð úr með hnífi
  • 4 msk flórsykur

 

Skraut 

  • 500 g ferskir ávextir
  • Flórsykur til skrauts

 

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 150°C (yfir- og undirhiti)
  2. Eggjahvítur þeyttar með helmingnum af flórsykrinum. Afgangi af flórsykri bætt við – þeytt áfram
  3. Hvítvínsediki blandað létt saman við með sleikju
  4. Að lokum er möndumassanum blandað varlega saman við marengsinn
  5. Sett í 20 – 26 cm breitt smelliform með bökunarpappír í botninum (því minna sem formið er þeim mun hærri verður marengsinn og kakan minni um sig)
  6. Sett í ofninn – eftir 15 mínútur er hitinn lækkaður í 120°C og bakað í 45 mínútur. Látið kólna í ofninum – gott að láta hann standa í ofninum yfir nótt
  7. Marengsinn tekinn úr smelliforminu og settur á kökudisk

 

Fylling

  1. Rjómi þeyttur ásamt flórsykri og vanillukornum
  2. Grískri jógúrt blandað saman við í lokin
  3. Fyllingin sett á marengsinn og skreytt með ferskum berjum.  Flórsykri sigtað yfir til skrauts – má sleppa

 

Eggjahvítur þeyttar með flórsykrinum 

Marsipan rifið og blandað varlega saman við marengsinn

Marengsinn tekinn úr forminu

Rjómi þeyttur og vanillustöng skorin í tvennt og kornin tekin úr með hnífi

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*