Ítalskar kjötbollur með spagetti

Ítalskar kjötbollur með spagetti

  • Servings: 6 - 8 eða u.þ.b. 30 bollur
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Ég hef verið að prófa mig áfram með þessar kjötbollur og finnst gott þegar þær fá að malla í leirpottunum mínum á lágum hita – eiginlega er alveg skilyrði að þær malli í sósunni a.m.k. í 30 mínútur.  Það er alveg óhætt að fullyrða að þessi réttur er vinsæll hjá börnunum – eina sem þarf að gera er að saxa laukinn svo smátt að þau finni ekki fyrir honum.

Hráefni

Bollur

  • 500 g svínahakk
  • 500 g nautahakk
  • Rúmlega ½ dl steinselja – söxuð fínt
  • ½ dl kóríander – saxað fínt (má sleppa og hafa meira af steinselju)
  • ½ gulur laukur eða ½ dl scarlottlaukur (u.þ.b. 2 laukar) – saxað fínt
  • 2 – 3 hvílauksrif – pressuð
  • 1 egg
  • ½ dl rasp
  • 1 dl mjólk
  • 100 g fetaostur – mulinn eða rifinn
  • 1 tsk ítölsk hvítlauksblanda
  • 1 tsk oreganó
  • 1 tsk saltflögur
  • Grófmalaður pipar

 

Sósa

  • 2 – 3 hvítlauksrif – söxuð eða pressuð
  • ¼ – ½ af chilipipar með nokkrum fræjum – saxaður
  • 2 – 3 tómatar – skornir smátt
  • 2 msk tómatpúrra
  • 1½ – 2 flöskur – tómatpassata (frá Sollu)
  • 1 tsk ítölsk hvítlauksblanda
  • 1 tsk oreganó

 

Skraut

  • Fetaostur u.þ.b. 50 g – rifinn eða mulinn
  • Koríander/steinselja

 

Verklýsing

Bollur

  1. Ofninn hitaður í 220°C (yfir- og undirhiti)
  2. Öllu hráefni blandað saman og hnoðað í skál með hendinni
  3. Búnar til bollur sem eru u.þ.b. á stærð við golfkúlur. Álpappír settur í ofnskúffu og aðeins af olíu hellt yfir. Bollunum raðað í ofnskúffuna (u.þ.b. 30 stk) og sett í ofninn – látið bakast í 15 mínútur í miðjum ofni. Bollunum snúið við og skúffan látin vera ofarlega í 2 – 3  mínútur

 

Sósan

  1. Öllu blandað saman í skál

 

Samsetning og skraut

  1. Htinn á ofninum lækkaður í 100°C
  2. Bollurnar settar í leirpott/pott með loki
  3. Sósunni hellt yfir og rifnum fetaosti dreift yfir – lokið sett á
  4. Potturinn settur í ofninn og allt látið malla í a.m.k. ½ klukkustund en helst lengur
  5. Potturinn tekinn út og lokið tekið af. Skreytt með steinselju eða kóríander áður en maturinn er borinn fram

 

Meðlæti: Spagetti og ferskt salat. Í stað spagetti má skera niður hvítkál í þunnar ræmur.


Blanda  saman  með hnúunum  – varast  að ofvinna ekki

Sósan útbúin

 

Sem meðlæti má bjóða upp á hvítkál skorið niður í þunnar ræmur í staðinn fyrir spaghetti

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*