Döðlukaka Pálínu

Döðlukaka Pálínu

  • Servings: 6-8 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá ömmu minni og þótti hún alltaf góð.  Í þá daga bleytti hún alltaf upp í döðlunum með soðnu vatni en núna er hægt að fá mjúkar döðlur og þarf því ekki soðið vatn.  Kakan er mjög einföld og fljótleg og á bæði vel við með rjóma og ís.

Hráefni

  • 2 egg
  • 2 ½ dl sykur
  • 2 ½ dl hveiti
  • 2 ½ dl mjúkar döðlur (í kössunum)
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanilludropar

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180°C
  2. Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós
  3. Lyftidufti og hveiti blandað saman og döðlur skornar smátt
  4. Blandað við eggja- og sykurhræruna með sleikju
  5. Vanilludropum bætt við í lokin
  6. Sett í 24 – 26 cm form og bakað í 20 – 30 mínútur

Geymsla

Kökuna má geyma við stofuhita og er hún jafn fín daginn eftir.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*