Ketó hrökkkex

Hrökkkex sem gott er að narta í

  • Servings: /Magn: 2 plötur
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þetta hrökkkex er einfalt að baka og gott að eiga til að narta í.  Bónusinn er að kexið er hollt og gott og auk þess ketóvænt.

Hráefni

  • 3 dl sólblómafræ
  • 1 dl hörfræ
  • 1½ dl sesamfræ
  • 2 dl graskersfræ
  • 4 msk möndlumjöl
  • 1 tsk saltflögur + auk þess til að strá saltflögum yfir
  • 5 dl vatn

 

Verklýsing

  1. Öllum þurrefnum nema salti blandað saman í skál
  2. Vatn og salt sett í pott og hitað – saltið látið leysast upp
  3. Saltvatni blandað saman við þurrefnin – hrært í með sleikju
  4. Gott að láta blönduna jafna sig þannig að hún þykkni aðeins (má jafnvel standa í nokkrar klukkustundir)
  5. Ofninn hitaður í 160°C (blástursstilling)
  6. Deiginu skipt í tvennt og hvor hlutinn flattur út á milli tveggja bökunarpappíra
  7. Efri bökunarpappírinn tekinn af og saltflögum stráð yfir
  8. Sett í ofnskúffu og bakað í 30 mínútur. Hægt að baka báðar plöturnar í einu. Eftir 30 mínútur eru plöturnar teknar út og kexið brotið í minni bita. Bakað í 25 – 30 mínútur í viðbót.  Það er jafnvel gott að snúa kexinu við þannig að það bakist vel báðum megin
  9. Hrökkkexið sett á grind og látið kólna

Geymsla: Geymist vel á þurrum stað

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*